Að vera öryrki er ekki val eða lífstíll

 Umræðan bæði hjá stjórnmála og fréttamönnum er oft á tíðum á þá leið að öryrkjum á Íslandi fjölgi langt umfram það sem gerist annarstaðar.

  En það er ekki raunin, því samkvæmt: Drögum að skýrslu Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum um „Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja“, þá var árið 2009hlutfall öryrkja af mannfjölda í Danmörk 4,9%, á Ísland 6,9%, íNoregur 9,4% og íSvíþjóð 8,9%.  Fjöldi öryrkja hefur verið svipaður síðan ef farið er eftir heimasíðu Tryggingarstofnunar .

 Önnur mýta sem er í gangi hér í þjóðfélaginu er sú að mjög auðvelt sé að komast á örorku og að fá lífeyrir. En reyndin er ekki sú því það getur tekið allt að tveimur árum frá því að veikindi eða slys gerist þar til mat frá TR liggur fyrir. Ferlið er því oftast langt og flókið með pirring og leiðindum. Tekið skal fram að örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati.

 Í undantekningar tilfellum getur þetta gengið mun hraðar fyrir sig t.d í lífsógnandi sjúkdómum og einnig einstaka sjúkdómum sem fólk getur gengið með árum saman eins og MS og fleiri af sama meiði. En þetta er ekki allt því reglulega þarf að fara í endurmat það sem eftir er. Ef maður getur hugsanlega farið að vinna fer maður á endurhæfingarlífeyri, sem ætluð er þeim sem hugsanlega komast aftur út á vinnumarkaðinn. Endurhæfingarlífeyrir er til í allt að 18 mánaða.

  Annað sem fólk ætti að athuga er að það er ekki sama að fá örorkumat og að fá greiddan lífeyri. Örorkumatið getur verið hjálp fyrir fatlaða sem og veika sem geta hugsanlega unnið eitthvað eða jafnvel fulla vinnu, því það veitir ýmis réttindi svo sem sjúkraþjálfun, bensínstyrk og fleira þar sem það á við.

Takk fyrir mig

Flutt á opnum fundi hjá ÖBÍ sem haldinn var í ráðhúsinu nú í haust. 


Tveir að rækta undir sama þaki

Alt lögreglulið höfuðborarinnar virðist vera fótalausir samkvæmt þessari frétt "Lögreglan á höfuðborgarsvæðnu fór á stúfana".Police   Vonandi er þetta ekki alveg rétt.Devil
mbl.is Tveir að rækta undir sama þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru öryrkjar latir?

Í gærkvöld var haldin fundur um launamál hjá Sjálfsgbörg á höfuðborgarsvæðinu og þar mættu 26 manns.  26 Manns á baráttufund um laun hvað er að?  Fólk er að hringja inn í Reykjavík síðdegis og inn á útvarp Sögu kvartandi um launamál sín að engin sé að gera neitt, kallar á hvar er Öryrkjabandalagið?

En þið sem eruð að kvarta ættuð að athuga það að fólk hjá öbí og sjálfsbjörg sem er að berjast í launamálum eru fatlaðir eins og þið, það er ekki á launum þarna heldur kemur til að gera eitthvað og þeir sem hæðst hafa ættu að mæta niður í Hátún og taka þátt.

Þannig er það að ef þú gerir ekkert sjálfur þá færðu ekkert út úr því.  Við verðum sjálf að berjast fyrir bættum kjörum okkar og þegar boðarir eru fundir þá verði þið að mæta.  Á landinu eru rúmlega 14.000 öryrkjar þannig að við getur gert ráð fyrir því að á Reykjarvíkursvæðinu sé á bilinu 7 - 8000 öryrkja þannig að eitthvað er að þegar aðeins mæta 26 á fund um kjaramál.

Ég veit vel að ekki komast allir á svona fundi en það ætti að vera hægt að fá 10-20% af þeim sem eru á þessu svæði á fund.

Þriðjudaginn 11-9 2012 klukkan 10 er Alþingi sett.  Við ætlum að koma saman hjá Pósthúsinu í Póshússtræti kl 9.30 og fara þaðan saman upp á Austurvöll.

 

ALLIR að mæta og vera með kröfuspjöld.

 

Á hvað leggur þú mesta áherslu.

Fólk í stólum eða í grind kemur líka þannig að þeir sem eru ekki mikið hreyfihamlaðir hafa ekki mikla afsökun.

Takk: Hilmar Guðmundsson 

 


Velferðin

Margir öryrkjar hafa það á tilfinngunni að baráttusamtök þeirra séu ekkert að gera í þeirra velferðamálum. En það er ekki alveg rétt, því úti á akrinum er hópur fólks að leita að krónum. Stundum finnast þær, en stundum ekki.

Þegar þær finnast þarf að meta hvort tilkinna eigi það til annarra öryrkja/aldraðra eða hafa hljótt um að þarna séu aukakrónur sem engin er að nota. Þetta er alltaf vafa mál því ef við tökum eina krónu umfram það sem Steingrímur hefur skamtað, verðum við að borga af henni skatt um það bil 37%, alltí lagi segja flestir allir þurfa að borga skatt.

En það er ekki allt því ef við hirðum þessa krónu þá þurfum við auk þess að borga af henni skattinn að missa aðra krónu sem við höfum fengið greidda frá TR. Þetta þíðir unnin króna – töpuð króna + skattur.

Það er alveg sama hvernig þessi króna er fengin, arfur,vinna,gjöf eða bara hirt af götunni.

Svo í bakgrunn heyrum við Samfylkinguna syngja sinn nýja baráttusöng:

Velferðin á Íslandi.

Þar er fyrsta erindið svona: Það er tekið til þess víða um lönd hve vel hefur tekist hjá okkur Steingrími.

Því miður kann ég ekki meira af þessum söng því ég er annað hvort flúinn að vettvangi eða farin að skæla því mér leiðis svona söngvar þar sem er verið að ljúga að fólki endalaust.

Við öryrkja höfum ekki fengið neina hækkun sem heitið getur síðan 2008.

2007 var bílastyrkur 1.200.000. fyrir hreyfihamlaðan sem notar annað hvort eða bæði hækjur og hjólastól, núna 2012 er þessi sami styrkur 1.200.000 en bíl sem kostaði 3.000.000 2007 kosta í dag 6.000.000.

þannig að auðvelt er að sjá á þessum dæmum hvernig þetta er, því þetta hlutfall á ekki bara við bílakaup. Þetta hlutfall á við um 95% af öllu því sem við fáum.

Á sama tíma hækkar allt matur, læknisþjónusta og tómstundir sem geri kannski minnst til því engin öryrki hefur efni á tómstundum og fáir hafa efni á læknisþjónustu.

Búinn að röfla nó í bili .

Kveðja:Hilmar Guðmundsson


Tekjur og aðrar afkomutölur

FréttablaðiðAðsendar greinar 06. júlí 2012 06:00

Hilmar Guðmundsson kjarahóp ÖBÍ

Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

Á árinu 2011 voru meðaltekjur hins vegar kr. 400.000 fyrir skatt samkvæmt vef Hagstofu Íslands og miðast það við heildartekjur, það er að segja með yfirvinnu og bónus ef hann er í boði.

Tekjur öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum einstaklingi eru kr. 156.153 eftir skatt.Hér er átt við öryrkja sem hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur TR. Fyrir flesta öryrkja eru örorkugreiðslur tekjur fyrir lífstíð þar sem að þeir hafa ekki möguleika á að auka sínar tekjur á neinn hátt.

Fólk á atvinnumarkaði hefur fleiri möguleika á að auka sínar tekjur með betri samningum eða nýrri vinnu, en það stendur öryrkjum yfirleitt ekki til boða. Þeir hafa eingöngu þá innkomu sem ríkisstjórnin skammtar þeim þrátt fyrir lög um að bætur skuli hækka samkvæmt neysluvísitölu og/eða launavísitölu.Síðan 2008 hafa bætur ekki hækkað samkvæmt framangreindum vísitölum.

Í júní á þessu ári var í fréttum að laun forsætisráðherra hefðu hækkað um kr. 257.000 síðan 2009. Og hvað með það spyrja sumir, já hvað með það? Þessi launahækkun (fyrir skatt) er ekki nema kr. 100.847 hærri en örorkubætur sem öryrki er að fá sem býr með öðrum fullorðnum.

Er ekkert skrýtið við það þegar laun þeirra sem eru meðal allra lægstu hækka lítið sem ekkert á meðan laun ráðherra eru hækkuð langt umfram það sem við erum með á mánuði?

Við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að lifa á þessum bótum eigum ekki verkfallsrétt eða rétt til þess að gera nokkurn hlut til þess að bæta stöðu okkar. Aðilar vinnumarkaðarins eru allt of linir að semja fyrir okkar hönd eða krefjast þess að við fáum þá lögbundnu hækkun sem við eigum að fá, hvað þá að við fengjum kr. 257.000 hækkun á mánuði, það yrði þá ljúft líf.

EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR.


Ósk

Ég ættla að biðja menn að lítilsvirða hundana ekki með því að líkja þessu við gelt.  Þetta á ekkert sameyginlegt með gelt, allir hundar eru yfir það hafnir að vera með gjamm útaf engu.  Þetta er eitthvað annað t.d. röfl sem þessi maður er alltaf með og ætti kannski oft að líta sér nær áður en hann sest að skrifum.
mbl.is „Tilraunin mistókst – skiljanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök?

Er það ekki alltaf mistök þegar Álfheiður opnar munninn?
mbl.is „Þetta voru mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni 1. maí. 30.4.2012

Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni 1. maí.
30.4.2012
Í opnu bréfi formanns ÖBÍ, Guðmundar Magnússonar segir meðal annars
Tímabundin kjaraskerðing? Enn bólar ekki á leiðréttingu
Þann 1. júlí nk. verða liðin 3 ár frá því að sett voru lög sem skertu alvarlega tekjur og réttindi lífeyrisþega sem barist hafði verið fyrir tugi ára. Þegar skerðingarnar 1. júlí 2009 komu til tals um miðjan júní nefndi þáverandi félagsmálaráðherra að skerðingarnar væru tímabundnar til 3ja ára. Minnt er á að lífeyrisþegar urðu fyrstir fyrir skerðingum í upphafi kreppunnar og þá með sérstöku loforði um að kjör þeirra yrðu leiðrétt um leið og fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. 3ja ára tímabilið er liðið og horfur í efnahagsmálum eru sagðar jákvæðar. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar frá mars 2009 er hvergi minnst á almannatryggingakerfið né sett fram áætlun um hvernig áhrif niðurskurðar skuli ganga til baka. Engin skrifleg áætlun stjórnvalda er til um hvernig á að bæta lífeyrisþegum upp skerðingarnar.

Lífeyrirgreiðslur hafa ekki hækkað í samræmi við lög síðan 2008
Greiðslur almannatrygginga hafa ekki hækkað til samræmis við 69. gr. laga um almannatryggingar fjögur ár í röð, eða síðan fyrir efnahagshrunið. Lagagreinin var sett inn í lögin til að vernda afkomu lífeyrisþega. Lífeyrisgreiðslur ná hvorki að halda í við verðlagshækkanir né launaþróun síðustu ára. Árin fyrir efnahagshrunið fengust engar raunhækkanir eða réttindabætur og því borið við að slíkt myndi auka of mikið á þenslu í samfélaginu. Staða fjölda lífeyrisþega var því erfið þegar efnahagshrunið skall á og er í dag enn erfiðari.

Hækkun lífeyrisgreiðslna í kjölfar kjarasamninga í júní 2011 hefur engan veginn náð að halda í við eða bæta lífeyrisþegum það sem upp á vantar ef 69. gr. laganna hefði verið framfylgt. Hækkunin kemur engan veginn til móts við kröfur bandalagsins. Lægstu laun skv. kjarasamningum ASÍ og ríkisins hækkuðu árlega mun meira síðustu ár en lífeyrisgreiðslur almannatrygginga ár hvert.

Greiðslur almannatrygginga eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins
ÖBÍ hefur frá upphafi barist fyrir sjálfsögðum réttindum öryrkja til að lifa mannsæmandi lífi óháð því hvort fólk sé fatlað eða með skerta starfsorku vegna veikinda eða annarra ástæðna. Um sjálfsögð mannréttindi er að ræða enda kemur fram í 65. gr. stjórnarskrár Íslands að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda óháð efnahag. Þrátt fyrir það eru kjör öryrkja óásættanleg. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Þetta á við um öll viðmiðin óháð því hvort um sé að ræða dæmigert viðmið, sem er leiðbeinandi um hóflega neyslu, grunnviðmið, er varðar lágmarksframfærslu, eða skammtímaviðmið, sem er framfærsla í hámark níu mánuði.

Til viðbótar skerðingum almannatrygginga hafa margir lífeyrissjóðir skert greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega á bilinu 7-19% í kjölfar efnahagshrunsins.

Velferðarstjórn – hvað sagði forsætisráðherra?
Í viðtali við forsætisráðherra í júní 2009 kom fram að leitast verði við að verja viðkvæma málaflokka eins og málefni fatlaðra, lífeyrisþega með lægstu tekjur og tók hún sérstaklega fram að ekki yrði hreyft við þeim sem eru með heildarlaun undir 400.000 kr. á mánuði. Því kom það á óvart þegar bætur örorkulífeyrisþega voru skertar, þar sem tekjur flestra þeirra eru vel undir þessum mörkum.

Kröfur ÖBÍ um breytingar til að leiðrétta kjör lífeyrisþega
Í ljósi þróunar kjara lífeyrisþega sem að framan er rakin setur ÖBÍ fram kröfur um breytingar á stefnu stjórnvalda, sem miði að því að leiðrétta kjör lífeyrisþega nú þegar.

1. Skerðingar síðustu ára verði leiðréttar sem fyrst.
Stjórnvöld skili lífeyrisþegum sem allra fyrst því sem þeim ber skv. 69. laga um almannatryggingar. Stjórnvöld leiðrétti frítekjumörk og tekjuviðmið og dragi til baka þær skerðingar sem settar voru um mitt ár 2009. Frítekjumörk og viðmiðunartekjur hækki árlega samkvæmt vísitöluhækkun. Uppbót vegna reksturs bifreiða verði aftur tengd eldsneytisverði og hækki í takt við verðlagsbreytingar hverju sinni.

Kjararáð afturkallaði í desember 2011 ákvörðun um lækkun launa alþingismanna, ráðherra og annarra æðstu stjórnenda ríkisins sem tekin var í kjölfar hrunsins haustið 2008 og var það „leiðrétt“ afturvirkt. Ekkert bólar hins vegar á leiðréttingum á þeim miklu kjaraskerðingum sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir á síðustu árum.

2. Réttindakerfi í stað ölmusu.
Reglur um tekjutengingar einkenna íslenska almannatryggingakerfið. „Tekjutengingarnar draga úr virkni kerfisins sem borgararéttindakerfi fyrir alla og færa það nær ölmusukerfi fyrir minnihlutahóp„[1] Reglur tekjutengingarinnar og þá sérstaklega reglurnar um sérstaka framfærsluuppbót með 100% jaðaráhrifum festa lífeyrisþega í fátæktargildru, því auka tekjur og flestar greiðslur félagslegrar aðstoðar s.s. mæðralaun skerða bótaflokkinn krónu á móti krónu. Í grein sinni frá 2003 skrifar Stefán Ólafsson um tekjutengingar almannatrygginga á þeim tíma: „Til að geta rifið sig lausan úr kviksyndi tekjutengingarinnar þurfa aukatekjur hans að vera umtalsverðar. Þetta er fyrirkomulag sem gerir fátæklingum erfiðara fyrir í lífsbaráttunni þegar markmiðið ætti að vera að hjálpa þeim til sjálfshjálpar út úr fátæktinni. Öryrkjar sem hafa litla eða enga vinnugetu til umfangsmikillar tekjuöflunar eiga oft litla möguleika á að sleppa úr kviksyndi fátæktarinnar í slíku kerfi.“ Lýsingar Stefáns á áhrifum tekjutenginga í íslenska almannatryggingakerfinu á árinu 2003 eiga við enn í dag árið 2012.

3. Aldurstengd örorkuuppbót greidd áfram eftir 67 ára aldur.
Þegar aldurtengd örorkuupbót var komið á var það stórt framfaraspor sem viðurkenndi vanda þeirra sem vegna fötlunar sinnar komust seint eða aldrei á hinn almenna vinnumarkað. Það voru því mikil vonbrigði þegar stjórnvöld ákváðu að ekki skyldi greiða bótaflokkinn eftir 67 ára aldur. Að auki er bótaflokkurinn í raun eyðilagður, þar sem hann skerðir framfærsluuppbótina krónu á móti krónu og kemur því ekki að því gangi sem honum var ætlað.

4. Kostnaður vegna fötlunar og sjúkdóma aðskilinn frá greiðslum almannatrygginga.
Öryrkjar hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir á kostnaði við heilbrigðisþjónustu, lyf, hjálpartæki og sjúkra-, iðju- og talþjálfun, vegna sinna veikinda/fötlunar. Þessi kostnaður sligar mörg heimili en almennt er talið að öryrkjar þurfi hærri tekjur til að framfleyta sér til að njóta sömu lífskjara og aðrir þar sem ýmis aðkeypt þjónusta og heilbrigðiskostnaður er hár. Hefur það verið staðfest með könnunum.

5. Húsaleigubætur vísitölutengdar og jafnræði í greiðslum sérstakra húsaleigubóta á milli leigutaka óháð því hjá hverjum þeir leigja.
Sveitarfélögum er skylt, skv. lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997, að greiða húsaleigubætur og eru þær greiddar tekjulágum leigjendum til að lækka húsnæðiskostnað þeirra. Grunnfjárhæðir húsaleigubóta hafa verið óbreyttar frá árinu 2008. Tekjumörkin héldust enn fremur óbreytt frá 2005 til ársbyrjunar 2012, en þá voru tekjumörkin hækkuð lítillega. Húsaleiga hefur hins vegar hækkað umtalsvert síðustu ár, meðal annars með hækkun vísitölu, en almennt er húsaleiga vísitölutengd. Sérstakar húsaleigubætur eru ekki greiddar af öllum sveitarfélögum og er þegnunum þannig mismunað eftir búsetu. Auk þess sem t.d. Reykjavíkurborg mismunar eftir eigendum húsnæðis.

Öryrkjabandalag Íslands telur að nú sé mál að linni og verði stjórnvöld að sýna það í verki að á Íslandi skuli ríkja velferðarsamfélag með jafnrétti þegnana að leiðarljósi.

Það er afdráttarlaus krafa ÖBÍ að nú þegar verði þær skerðingar sem orðið hafa á undanförunum árum dregnar til baka nú þegar og samfélagslegum launum lyft svo þau dugi til mannsæmandi lífs, en þvingi ekki fólk í kviksyndi fátæktar.

Ekkert um okkur án okkar

Guðmundur Magnússon,

formaður Öryrkjabandalag Íslands


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 36603

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband