66. Ljóð Þögn

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

 

ÞÖGN

 

Hvers vegna eigum við ekki

að eiga svolítið næði,

hlusta á þögnina þegja

og þegja í friði bæði.

 

Þá gæti verið, að þögnin

þreyttist á sínum kala

og færi svo allt í einu

óviljandi að tala.

 

Vegna þess vil ég reyna

að vera í friði og þegja.

Það væri svo voða gaman

að vita hvað hún mundi segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband