Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Svo skal kjósa

Þeir sem ætla að segja já við Icesave bera því við margir að þeir vilji losna við þetta og segja já, en bíðið við er ekki verið að skuldbinda okkur til ársins 2046 með því að segja já?  Það var minn skilningur að samningurinn hljóðaði uppá það.

Hvaða rétt hef ég til að skuldbinda börnin mín og barnabörn og jafnvel líka barnabarnabörn?

Ég tel mig verða að segja nei vegna þess.

Engin tekur mínar skuldir og borga þær, ég verð að borga þær sjálfur og það sama ætla ég að aðrir verði að gera.

Látum þá sem tóku þessar skuldir borga og ef þeir eru ekki borgunarmenn þá verður bara að dæma þá eins og aðra sem ekki standa í skilum.

Segjum NEI við ICESAVE.

Takk


Jæja

Er það þess vegna sem liggur svo á að samþykkja Icesave?

Eins og mann grunaði þá lá þetta alltaf á bakvið.

Hvenær ætlar ríkistjórnin (með allt upp á borðinu) að tilkinna þjóð sinni hvað er í gangi?

Verður það þegar ekki verður aftur snúið og við kominn inn í Evrópusambandið?

Eða verður það kannski ekki einu sinni þá?

Eigum við sem þjóð einhvern rétt á að vita hvað hæstvirt ríkistjórn er að gera?

Á laugardag á að kjósa um Iceasave og í gær fékk ég bækling sem fræddi mig ( um allt sem ég vildi vita) um ekki neitt því það var ekkert að gagni þar.  Nú fer að styttast í Evrópusambandið og þá fæ ég trúlega póstkort með upplýsingum sem eiga að uppfræða mig um það sem þar fer fram.

Ég held að maður verði að leita annarra leiða til þess að komast að því um hvað er verið að semja þarna í ESB.


mbl.is Formlegar viðræður hefjast í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú segir ekki já

Verkalýðsforustan og samtök atvinnulífsins segja að ef ekki verður sagt já í Icesave þá verður ekki samið til þriggja ára.  Hvernig voga þessir menn sér að hóta þjóðinni svona.  Ef sag er já þá verður samið til þriggja ára um einhver 7-8 % á sama tíma og allt annað (vörur og þjónusta ) hefur hækkað um tugi prósenta.

Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að þúsundir manna á ekki fyrir nauðþurftum hvað þá að maður geti leyft sér eitthvað annað í lífinu svo sem bíó einu sinni í mánuði eða eitthvað því um lík.

Ríkistjórnin ætlar ekki að birta kostnað við Isesave fyrr en á mánudag.  Hversvegna er það?  Er þessi kostnaður svo hár að fólki muni blöskra eða hvað er í gangi? 

Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað við eigum að borga?

Hverslags framkoma er þetta við fólk?  Lítilsvirðing bæði hjá samtökum atvinnulífsins og ríkistjórn.

Við þurfum að fá nýtt fólk á Alþingi og við þurfum að fá nýtt fólk í verkalýðsforustuna, annað gengur ekki.

Ég veit ekki um ykkur en ég er búinn að fá nóg.

Takk


Nei skal það vera.

Ég tel mig ekki geta anna en sagt nei næst komandi laugardag því hvernig á ég að geta kynnt mér þennan samning á 3 eða 4 dögum þegar þingmenn okkar gátu ekki komist að neinni niðurstöðu á 4 mánuðum.

Ég hefði viljað fá þennan samning í hendur um áramót til að geta kynnt mér hann almennilega.

 

Þannig að á laugardag verður það nei sem ég krossa við.   Takk


Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband