Ef þú segir ekki já

Verkalýðsforustan og samtök atvinnulífsins segja að ef ekki verður sagt já í Icesave þá verður ekki samið til þriggja ára.  Hvernig voga þessir menn sér að hóta þjóðinni svona.  Ef sag er já þá verður samið til þriggja ára um einhver 7-8 % á sama tíma og allt annað (vörur og þjónusta ) hefur hækkað um tugi prósenta.

Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að þúsundir manna á ekki fyrir nauðþurftum hvað þá að maður geti leyft sér eitthvað annað í lífinu svo sem bíó einu sinni í mánuði eða eitthvað því um lík.

Ríkistjórnin ætlar ekki að birta kostnað við Isesave fyrr en á mánudag.  Hversvegna er það?  Er þessi kostnaður svo hár að fólki muni blöskra eða hvað er í gangi? 

Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað við eigum að borga?

Hverslags framkoma er þetta við fólk?  Lítilsvirðing bæði hjá samtökum atvinnulífsins og ríkistjórn.

Við þurfum að fá nýtt fólk á Alþingi og við þurfum að fá nýtt fólk í verkalýðsforustuna, annað gengur ekki.

Ég veit ekki um ykkur en ég er búinn að fá nóg.

Takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 36603

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband