Dagrenning draumalandsins

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

Dagrenning draumalandsins

 

   Það er leiðinlegt að leggja samann tvo og tvo og fá alltaf út fimm, þegar allir vita að útkoman á að vera fjórir, en svona reiknum við oftast út flest dæmi lífsins. 

     Ég var staddur í kvennaskóla langt upp í Borgarfirði, mér til heilsubótar, jafnframt ætlaði ég að gerast rithöfundur og skrifa fallegar sögur.  Sögur sem eitthvað væri varið í, en ekki andlaust rugl með þreytandi persónum og misheppnuðu orðavali, eins og oft vill verða hjá ungum og upprenndi rithöfundum og jafnframt hjá þeim gömlu líka.

     Ég tók skrifblokkina mína út úr púltinu og blýantinn, fékk mér vatn í glas og setti á borðið, ég var ákveðinn í því að skrifa í rúminu eftir að ég væri háttaður.  Mér fannst endilega að andinn hlyti að koma yfir mig þegar ég væri kominn upp í rúmið.  Ekki síst vegna þess að á undan mér höfðu í þessu sama rúmi sofið ungar og myndalegar stúlkur, vetur eftir vetur.  Það hefði verið gaman að vita hvernig þessar stúlkur litu út, hvort þær hefðu verið mjög fallegar er bara kannski lítið fallegar, um það er ekki gott að segja fyrir mann sem aðeins hefur sofið í sama rúmi, en aldrei augum litið.

     Að hafa sofið í sama rúmi og stúlka sem maður hefur aldrei séð, hljómar dálítið aftur á bak undir flestum eðlilegum kringumstæðum, það yrði gaman að sjá framan í þá stúlku sem yrði fyrir því að ókunnur maður kæmi til hennar og segði, hvernig hefur þú það góða mín, það er ekki langt síðan ég svaf í sama rúmi og þú, en þó væri enn þá meira gaman að hafa einhverja af þessum yndislegu stúlkum núna uppi í rúminu hjá sér, sjá þessi fagur sköpuðu brjóst lyftast og falla eins og öldur hafsins með töfrandi yndisleika, hvílíkur unaður hlyti það að verða.

     Já, jæja um það þýðir ekki að vera að brjóta heilan um það sem aldrei skeður, best að snúa sér að efninu og fara að skrifa, ég settist upp í rúmið tók blokkina mína og blýantinn og byrjaði að hugsa,um hvað ætti ég að skrifa, það var spurningin.  Ég fékk mér vatn að drekka og kveikti í pípunni minni, andinn vildi ekki koma yfir mig, þó merkilegt væri, ég þreytti hugann og reyndi allar hugsanlegar leiðir til þess að hefja söguna en ekkert dugði, ég fékk mér aftur vatn að drekka og kveikti í pípunni, alveg sama, jafn andlaus fyrir því.  Ég sló blýantinum í hausinn á mér fyrst hægra megin og svo vinstra megin, það engan árangur, þá sló ég hnakkanum í vegginn svo fast að mig sárkenndi til, það hafði þau áhrif að ég hætti alveg að geta hugsað.  Ég var að verða fjúkandi reiður, það snörlaði í mönnum sem sváfu í sama herbergi og ég.  Þeir sváfu svefni hinna réttlátu, rólegir og ánægðir haldnir öryggis kennd til hins frjálsa manns.  Þeir byltu sér og umluðu upp úr svefninum, einn þeirra tautaði í sífellu, elskan - elskan komdu til mín elskan.  Já ég er alveg að koma elskan, sagði ég.  Ó ó umlaði hinn, svo opnaði hann og horfði á mig hálf bjánalega, var þig að dreyma , sagði ég.  Já mig var að dreyma, sagði hann.  Ég heyrði þetta, þú varst í fjörugum samræðum við einhverja unga og mjög laglega stúlku.  Já hún var ansi lagleg, eiginlega stórfalleg, er það ekki fyrir illu að dreyma kvenfólk? Jú það á vist að vera það, en það fer náttúrlega eftir því hvernig stúlkan er og  hvað gerist í draumnum.  Já sennilega, ertu sleipur að ráða drauma?  Já ég er búinn að ráða marga drauma og þeir hafa allir komið fram.  Einmitt já, kannski þú ráðir þennan draum fyrir mig hann er dálítið merkilegur skal ég segja þér.  Já láttu hann koma ég verð ekki í vandræðum með að ráða hann, ég hef ráðið marga erfiða, en auðvitað hafði ég aldrei ráðið drauma, ég er ekki trúaður á að þeir boði nein stórtíðindi, heldur væru sprottnir frá hugsunum mannsins.  En það er alltaf gaman að heyra draum og sjálfsagt að ráða þá á einhvern hátt, ekki síst ef maður veit um eitthvað sem stendur til að komi fyrir dreymandann, en hann hefur ekki hugmund um sjálfur.

     Félagi minn reis upp í rúminu og horfði svefndrukknum augum út yfir herbergið, það komu annað slagið smá grettur á andlitið á honum, sem hefur sjálfsagt átt að vera bros, en maðurinn of syfjaður til að geta framkallað það í réttu formi.  Hann var að rifja upp drauminn með sjálfum sér, endurlífga hin gullnu ævintýri næturinnar áður en hann kastaði þeim fyrir eina af hinum dauðlegu verum hins hverfula heims.

     Það var eins og hann væri búinn að gleyma öllu, bæði mér og herberginu, gretturnar á andlitni smá skírðust í ljómandi bros og síðan í hlakkandi hlátur, hann iðaði allur í rúminu af spenningi, þetta hlaut að vera dýrðlegur draumur. Loksins var hann búinn að hugsa nóg, hann leit til mín með hálfkulnað bros á vör og hóf frásögnina.

     Mér fannst ég vera staddur uppá háum fjallstindi, þar sem mættust fjórir fjallgarðar, frá suðri, vestri, norðri og austri, mér fannst þetta vera nokkru eftir miðnætti, strjálir og smáir skýjahnoðrar sveimuðu um himinhvolfið og fyrstu sendiboðar morgunsólarinnar lituðu austur loftið daufum roða.

     Mér fannst ég hafa komið eftir fjallgarðinum sem lá til suðurs og stoppa þarna á tindinum til þess að athuga í hvaða átt ég ætti að halda, ég byrjaði á því að líta í vestur, í fjarska sá ég bláa súlu stíga upp af fjallgarðinum og líða í áttina til mín, en þegar hún var komin um það bil miðjaleið breyttist hún í óljósa konumynd sem leystist upp og hvarf.  Næst horfði ég í norður þar sá ég einnig súlu stíga upp nyrst á fjallgarðinum, grá reykjarsúla hátt upp í loftið og stefna til mín með leiftur hraða, hún stoppaði rétt fyrir framan mig og breyttist í konumynd, konu sem ég kannaðist við, hún horfði á mig ástleitnu og ásakandi augnaráði, síðan breyttist hún aftur í fráa reykjasúlu sem leið í norðurátt og lestist upp.  Þá snéri ég mér næst til austurs, þar sá ég þriðju súluna með rauðleitum blæ stíga upp af enda fjallgarðsins hátt upp í loftið, hún leið einnig í áttina til mín hægt og hikandi og stoppaði alveg þrisvar eða fjórum sinnum, en loksins kom hún þó alla leið, hún breyttist líka í konu með slæðu fyrir hálfu andlitinu, undursamlegum geislabaugur umvafði höfuð hennar, svo að hún líktist fremur engli en mennskri konu, hana vantaði bara vængina.  Mér fannst ég kannast við þessa konu, en mér var ómögulegt að koma því fyrir mig hver hún var, vegna þess að slæðan varnaði mér að sjá annað en augun muninn og hökuna.  Hún gekk alveg fast upp að mér og horfði með angurblíðu augnaráði á mig, mér fannst ég geta lesið út úr þess augnaráði óstöðvandi ástar þrá, ég lagði annan handlegginn utan um axlir hennar og ætlaði að lyfta blæjunni og sagði um leið, komdu til mín elskan, en þá vatt hún sér til þreif í handlegginn á mér og sagði. Æ láttu ekki svona.  En um leið vaknaði ég, því er nú ver og miður ég hefði haft gaman af því að sjá hvaða stúlka þetta væri.

     Getur þú ráðið þennan draum.  Já ég hélt það væri fljót gert að ráða drauminn þann arna.

     Fyrsta súlan eða öllu heldur súlan í vestri merkir þátíð, súlan í norðri virðist vera núþáleg en súlan í austri er vafalaust framtíðin og kannski hálft í hvoru nútíð líka.  En hver stúlkan var mun tíminn leiða í ljós líklega, fyrr en seinna.  Því hún mun vafalaust einhvertímann lyfta blæunni og líta framan í þig.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband