Jól í Svíðþjóð 2

Jóladagur rann upp og allir klæddust sínu besta því nú átti að fara í mat í Fuglie hjá mömmu Stínu sem átti að byrja um klukkan eitt.

Þar var boðið upp á forrétt sem ég kann ekki að nefna hvað var og að því loknu var komið að gæs sem bragðaðist mjög vel.

Á eftir gæsinni kom svo eftir réttur sem var einhverskonar hrísgrjónakaka með jarðaberjum, ís og karramellusósu.

Stína var jólasveinninn þarna og deildi pökkum af mikilli visku.

Eftir pakkadeilingu, opnanir og spjall var komið að kaffinu og jólabrauðinu og allir stóðu á blístri.

Við komum til Malmö upp úr sex þar sem legið var í leti fram að háttatíma.

Annar dagur jóla var hinsvegar mun rólegri því engar matarveislur voru fyrirhugaðar og þar að auki átti Stína að fara að vinna eftir hádegi.

Við hin fórum á smá útsölurölt þar sem við Gummi versluðum en Anna skoðaði.

Nú sitjum við hér bara í leti fyrir framan imbann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 36602

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband