Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Tveir

BanditÞetta er svolítið merkilegt hve oft réttindalausir ökumenn eru teknir á Suðurnesjum, virkar á mig eins það sé töluvert oftar en annarstaðar á landinu.

Kannski er lögreglan bara virkari þarna?Police


mbl.is Ók ölvaður og réttindalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVONA FÓR UM SJÓFERÐ ÞÁ

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

 

SVONA FÓR UM SJÓFERÐ ÞÁ

 

 

            Það var nú í þá daga, þegar ég ætlaði að gerast sjómaður og réði mig á togara í fyrsta skipti, þá hafði ég aldrei komið á sjó fyrr, ég vissi ekki hvað togari var nema rétt af afspurn, tæplega að ég þekkti þá frá öðrum skipum.

            Mér var sagt að mæta klukkan nýju fyrir hádegi uppi á sýslumannsskrifstofu, því þar ætti ég að láta munstra mig áður en við legðum upp í túrinn.  Ég braut heilann mikið um það hvernig væri farið að því að munstra mann, því ég hafði aldrei heyrt þess getið að menn væru yfirleitt munstraðir,ég vissi að vísu hvernig munstruð skinn litu út og eins vissi ég það að peysur voru kallaðar munstraðar ef eitt hvert útflúr var á þeim, en hvernig væri hægt að munstra menn, það var mér ómögulegt að skilja.  Þetta olli mér miklum heilabrotum, því varla kunni ég við að koma uppá sýslumannsskrifstofu án þess að vita nokkurn hlut hvað ég ætti að segja eða gera og auglýsa mig þannig sem fávísan landkrabba og gera mig hlægilegan í augum annarra, það var það versta sem fyrir mig gæti komið.

            En mikill dauðans asni gat ég annars verið, ég hafði auðvitað oft séð munstraða menn, eða minnsta kosti nógu oft til þess að vita svona nokkurn veginn hvernig það væri gert.  Ég mundi svo vel eftir því að hafa séð sjómenn munstraða á handleggjunum, með alslags útflúri og jafnvel stöfum.  Þarna lá allt svo hundurinn grafinn.  Ég yrði víst ekki í vandræðum að láta munstra mig eins og hver annar heiðarlegur sjómaður.

            En þá var það aftur á móti annað sem kom til greina í þessu máli, hversu sárt var það, hvaða aðferð notuðu þeir við að klína þessum fjára á mann, það var töluvert  atriði.  Ef þeir brenndu mann með einhverjum déskotanum, gæti það orðið býsna óþægilegt, sér í lagi ef maður yrði ekki deyfður nokkurn skapaðan hlut, en ef þetta yrði nú bara stimplað á mann, eins og til dæmis gert er við egg þá ætti það ekki að þurfa að vera svo bölvað.  Ýmsar fleiri aðferðir fannst mér að gætu komið til greina til dæmis málning eða einhverslags litir, einnig var hugsanlegt að maður væri rispaður með einhvers lags tilfæringum, en slíkt og þvíumlíkt gæti orðið býsna óþægilegt.

            En hvað um það öllu varð að taka með kristilegri ró, hver svo sem aðferðin yrði, því sjómenn urðu að vera harðsoðnir ribbaldar hertir í skítviðri og gusu gangi.

            Ég var ákveðinn að bera mig karlmannlega og láta engan bilbug á mér finna, þess vegna hleypti ég í brýrnar, bölvaði hressilega og spýtti á gangstéttina áður en ég hélt upp á sýslumannsskrifstofuna.  Ég hafði nefnilega heyrt það sagt að sjómenn bölvuðu töluvert og þótti mér það bera vott um kjark og karlmennsku.

            Já ég ætlaði sem sé að bera mig karlmannlega og sýna þeim þarna upp á sýslumannsskrifstofunni að sjómönnum væri yfir leitt ekki fisjað saman, heldur gengju að hverju og einu með festu og karlmennsku, jafnvel þó það kynni að hafa einhver óþægindi í för með sér.  Ég bankaði léttilega á hurðina opnaði síðan snaraði mér inn fyrir og bauð góðan daginn.

            Ein hver náungi sem ég veit ekki hvað heitir kom að afgreiðsluborðinu og spurði hvað það væri fyrir mig.  Ég sagðist vera kominn til þess að láta munstra mig, því ég væri ráðinn á Flatbak.

            "U - hu - " sagði hann "svo þú ert ráðinn á Flatbak, og heitir?  "Heiti" hváði ég "hvurn fjandann ætli þig varði um hvað ég heiti".  Það er best að vera ekki með neina útúr dúra heldur byrja  á þessu strax.  Og til þess að sýna honum að mér væri bláköld alvara, því ég hafði heyrt það sagt að sjómenn létu ekki vaða ofan í sig, ekki fyrir neitt, snaraði ég mér úr jakkanum og bretti upp skyrtuerminni.

            Maðurinn starði á mig forgáttaður eins og hann hafði aldrei séð sjómann fyrr á ævi sinni, hann bærði til varirnar en sagði ekki neitt, svo mér datt í hug að orðin hefðu farið öfugar leið og stæðu öll föst í hálsinum á honum, eða þá að þau komu fram í annarlegri mynd á öðrum stað sem yfir leitt er ekki notaður til þess að tala með.

            En eftir langa mæðu komu þau samt réttu boðleiðina og hann spurði mig hvað ég eiginlega meinti.  Ég sagðist meina það að ég væri hingað kominn til þess að láta munstra mig, en ekki til þess að þylja upp neinar ættatölur.

            "Hvernig heldur þú eiginlega að þú sért munstraður" sagði hann, og ég gat ekki betur séð en fanturinn væri byrjaður að glotta.  "Nú klínið þið ekki einhverjum fjandanum á handleggina á manni" hreytti ég út úr mér, ekki sérlega vingjarnlega.

            "Ne - he - he - he - hey", sagði þrjóturinn skelli hlæjandi, "við skrifum bara hjá okkur nafnið og heimilisfang ásamt fæðingardegi, það látum við okkur duga enn sem komið er".  Ég hefði mikið heldur viljað taka á móti vel úti látnu kjaftshöggi, heldur en svona hrakleringum því sannast að segja óskaði ég þess að jörðin gleypti mig með húð og hári og skilaði mér aldrei aftur.

            Með miklum erfiðis munum tókst mér þó að stynja upp nafni mínu og heimilisfangi við þennan illgjarna þrjót sem hristist af hlátri framan við mig svo afskaplega að hann ætlaði varla að geta párað þessi fáu orð í doðrantinn sem hann hafði framan við sig.

            Skjálfandi af niðurlægingu stóð ég framan við borðið og svitnaði og kólnaði til skiptis.  Þekkingar skorturinn og fljótfærnin höfðu leikið mig svo grátt í þetta skiptið að mér fannst ég ekki eiga viðreisnar von framar á lífs leiðinni, mér fannst ég vera að kafna, ég fékk svima og mér fannst að það mundi líða yfir mig á hverri stundu.

            En loksins þegar þrjóturinn var búinn að pára niður hjá sér það sem honum þótti við eiga rétti hann mér doðrantinn og sagði mér að skrifa nafnið mitt aftan við .  Með skjálfandi hendi tók ég sjálfblekunginn og hripaði einhverja óskiljanlega stafi sem ég gat ekki einu sinni lesið sjálfur, síðan tók ég til fótanna og forðaði mér út á götuna.

            Ég æddi áfram eftir götunni eins og blindur kettlingur utan við mig og niður brotinn.  Mér fannst ég vera hrakinn út úr mannfélaginu, hlekkjaður niðurlægðinni, stimplaður hálfviti um aldur og ævi, mér fannst ég vera dauður, horfinn út í eilífðina einn og yfir gefinn, horfinn út í endalaust myrkur hinna fordæmdu.

            Það sem kom mér í skilning um að ég væri ennþá ofan jarðar og í fullri snertingu við hina mannlegu tækni nútímans var falleg nýtísku fólksbifreið sem brunaði á mig og henti mér flötum í götuna.  Ég fann sáran verk í handleggnum svo nærri lá að ég hljóðaði þegar bifreiðarstjórinn var að reyna að hjálpa mér á fætur.

            "Heldurðu að þú sért slasaður" sagði hann "já" sagði ég "svei mér ef ég er ekki eitthvað brákaður vinstra megin".

Hann hjálpaði mér upp í bílinn og ók mér upp á spítala, þar var tekin mynd af handleggnum á mér og hann settur í gips, síðan var mér sagt að koma aftur eftir fjórar til fimm vikur.

            Það var ekki harðsoðinn sjómaður hertur í skítviðri og gusugangi sem hélt eftir veginum frá spítalanum niður í bæinn, heldur niður brotinn landkrabbi með höndina í fatla og brostnar framtíðar drauma, hlustandi eftir hinum hverfula nið horfinna hyllinga frá ári hafgolunnar sem aldrei var sunginn.

 


MEÐ VINSEMD OG VIRÐINGU

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

    MEÐ VINSEMD OG VIRÐINGU

 

 

            Snjólfur bóndi Meyvantsson á Snýtu, var að enda við að láta inn fénaðinn, þegar strákur sonur oddvitans í sveitinni kom gangandi heim að fjárhúsunum til hans og gekk rösklega eins og mikið lægi við.

            "Komdu sæll Snjólfur" sagði hann og tók bréf upp úr vasa sínum og fékk honum, "pabbi vað mig að fá þér þetta bréf".  "Komdu sæll drengur minn" urraði Snjólfur, "viltu ekki doka við meðan ég fleygi í ærnar, koma svo heim með mér og fá þér eitthvað í sarpinn á meðan ég stauta mig fram úr bréfsneplinum, svo að þú getir tekið svar með þér til baka".

            "Nei þakka þér fyrir", sagði strákur, "ég þarf að flýta mér, vertu sæll".  Svo tók hann á rás eins og hann ætti lífið að leysa, suður mýrarnar aftur.  Orðin sem faðir hans hafði sagt við hann, áður en hann lagði af stað að heiman, hljómuðu fyrir eyrunum á honum eins og jarðarfara tónlist, þau gáfu honum liðugri fætur og sterkari vilja til þess að nota þær til hin ýtrasta.

            Hann linnti ekki á sprettinum fyrr en bærinn var komin í hvarf, og hann var öruggur með það að sér væri ekki veitt eftirför, þá tyllti hann sér niður á þúfu og hafði orðin upp í hálfum hljóðum aftur og aftur.  "Ef þú ferð ekki áður en karlinn les bréfið þá snýr hann þig úr hálsliðnum".

            Snjólfur stóð á hlaðinu framan við fjárhúsin og horfði forviða á eftir stráksa, hann skildi ekkert í þessu bölvuðu írafári sem hefði gripið hann, það var engu líkara en hann hefði séð sjálfan myrkrahöfðingjann gægjast út um einhvern fjárhúsgluggann, "já svona var nú kastið á honum - puff -".  Snjólfur hristi höfðið og labbaði inn í fjárhúsin, hann settist á garðastokkinn, reif upp bréfið og byrjaði að stafa sig fram úr því.

            Honum sóttist verkið bæði seint og illa, því hann var ekki vanur að eyða tímanum í svoleiðis dedúi og dast, eins og lestur, það fannst honum ekki geta samrýmst búskapnum.  En þrátt fyrir það, þekkti hann samt alla stafina og hafði meira að segja komist upp á það að skrifa nafnið sitt, einu sinni fyrir löngu síðan, jafnvel þó engin gæti lesið það nema hann sjálfur, hann stóð líka betur að vígi heldur en margir aðrir, hann þekkti höndina sína og vissi að það gat ekki verið annað en nafnið hans.

            Þetta fannst Snjólfi næg menntun og meira en það, hann hafði komist vel af fram á þennan dag og það betur en margur annar, þeir voru ábyggilega færri sem áttu eins margar kringlóttar í kistu handraðanum.  Snjólfur brosti með sjálfum sér, þegar honum varð hugsað til kistuhandraðans og skinnpokans með gullpeningunum.

            Það var hans besta skemmtun, eftir erfiðan dag,þegar kerlingin var komin í fjósið með rollingana hangandi í pilsunum, að opna kistuna sína, taka upp úr henni pokann með gullpeningunum, hella þeim á borðið og telja þá vel og vandlega, velta þeim til og frá í lófa sínum og láta þá síðan renna milli fingranna niður í pokann aftur.  Því lík sæla - því líkur unaður.  Stundum bar hann síðasta peninginn upp að vörunum sér og kyssti hann að skilnaði áður en hann batt fyrir pokann aftur og lokaði kistunni.  Eftir því sem Snjólfur las meira af bréfinu sigu brúnirnar neðar og svipurinn dökknaði, hendurnar skulfu og hann tók að berja til öðrum fætinum.

            Bréfið hljóðaði eitthvað á þessa leið:

            Samkvæmt margendurteknum aðvörunum, viljum vér enn taka það fram að ef þér, Snjólfur Meyvantsson bóndi á Snýtu, gerið ekki þegar að fullu skil á téðu útsvari að upphæð kr. 32,50-, þrjátíu og tveimur krónum og fimmtíu aurum, fyrir þrítugasta nóvember næst líðandi, neyðumst vér til að taka lögtak hjá yður, á yðar eigin hlaupandi peningi.  Samkvæmt lögum hans hátignar, Danakonungs um innheimtu ógoldinna skatta.

                    Með vinsemd og virðingu

                    fyrir hönd hreppsnefndar

                    Oddviti

            Snjólfur reif bréfið í tvennt og þeytti því frá sér, "jáhá með vinsemd og virðingu.  Ekki vantar nú vinsemdina, að taka manns eigin hlaupandi pening upp í greiðslu á ólöglegu útsvari og virðingin væri líklega í þeirra augum að fá að borga sem mest, þeir hefðu átt að veita sjálfum sér þá virðingu, það hefði staðið þeim nær, heldur en að vera að troða henni upp á menn sem ekkert kærðu sig um hana.  Nei, þeir pössuðu sig, þeir karlar, með að borga ekki of mikið sjálfir, en að pína aðra í rauðan dauðann, það væri nú svolítið annað, þá skorti nú ekki konungshollustan hjá þeim þokka piltunum".

            "Tuttugu og fimm krónur, það hefði verið viðunandi, eins og þeir lögðu á Jón í Gröf, en þrjátíu og tvær og fimmtíu, það var hreinasta svínarí, sjö krónum og fimmtíu aurum meira en þeir höfðu nokkur leifi til að leggja á hann.  Hvern fjandann vissu þeir hvort hann ætti nokkuð í kistuhandraðanum eða ekki?  Nei ónei, ekki hafði hann fengið þá til að telja fyrir sig peningana og mundi seint gera".

            "Ekki nema það þó, taka lögtaki eftir tvo daga.  Það vantaði ekki bíræfinna í þessa bölvaða þrjóta, ne hey, og síst vægara að vænta úr þeirri átt".

             "Hann mundi svo sem vel eftir því hvernig þeir fóru með hann Gísla garminn á Mýrarkoti um árið,tóku af honum einu kúna sem hann átti, bláfátækum ræflinum og skildu hann svo eftir bjargarlausan, með fullt hús af börnum, neituðu honum svo um sveitarstyrk, þó allt væri að drepast úr hungri".  "Því líkir menn".

            "Nei sveitarstyrk fær enginn,fyrr en hann er dauður, en þá verður hreppurinn að sjá fyrir kerlingunni og krökkunum".

            "En krónu skyldu þeir ekki fá þeir djöflar, ekki eyri, fyrr skyldi hann hengja sig, - hja hengja sig það væri ekki svo vitlaust, það var eiginlega eina færa leiðin sem hægt var að fara".  "grafa gullið og hengja sig", "þá sæju þeir það kannski að það þýddi lítið fyrir þá að vera að þverkallast við Snjólf Meyvantsson, Hann færi sínu fram hvað sem þeir segðu".  "Þá fengju þeir líka kerlinguna og krakkana á hreppinn í staðin fyrir þrjátíu og tvær og fimmtíu".

            "Tja það yrði ekkert rusl að sjá framan í smettin á þeim, þegar þeir kæmu að taka lögtakið og kerlingin sýndi þeim skrokkinn bláan og ný hengdan sem starði blóðhlaupnum augum, eins og hann vildi segja "takið þið nú þrjátíu og tvær og fimmtíu með vinsemd og virðingu".  Snjólfur rak upp tryllingslegan hlátur það hlakkaði í honum yfir þeirri tilhugsun, hvernig hreppsnefndinni yrði við, þegar hún sæi hæsta gjaldanda hreppsins nýhengdan, vitandi það að þeir fengju kerlinguna og átta krakka á sveitina.  Þarna væri leiðin til að velgja þeim einu sinni duglega undir rifjunum, hefnd sem þeir myndu þurfa að dúsa undir árum saman.

            Hann stökk á fætur, hljóp heim og beint inn í baðstofu, konan og krakkarnir voru frammi í eldhúsi og urðu ekki vör við komu hans.  Hann gekk að kistunni og opnaði hana, tók pokann með gullpeningunum og hélt aftur til fjárhúsanna og tyllti sér á garða stokkinn.  Hann opnaði pokann og hellti úr honum í kjöltu sína og virti fyrir sér gullpeningana í síðasta sinn.

            Það kom tár fram í augun á honum, við þá tilhugsun að fá aldrei að snerta framar þessa dásamlegu gullpeninga, sem höfðu svo oft hlýjað honum um hjartaræturnar á undan förnum árum, en það var strax bót í máli, að enginn annar myndi njóta þeirra eftir hans dag.

            Hann fór að tína þá aftur upp í pokann, einn og einn, hann fór hægt og þuklaði þá vel og vandlega og bar þá upp að vörum sér að skilnaði.

            Hann gat ekki hugsað sér að skilja við þá fyrir fullt og allt.  Hann ætlaði að vaka yfir þeim eftir að hann væri dauður, passa þá´svo vel að enginn, enginn lifandi maður fengi að snerta þá.

            Hann ætlaði að breyta sér í dreka eins og gömlu mennirnir gerðu áður fyrr, liggja á þeim og spúa eldi og brennisteini yfir þá sem dirfðust að reyna að leita að þeim.

            Hann tók reku, gróf djúpa gryfju niður í króna og lét pokann síga gætilega niður í hana ásamt nokkrum skilnaðartárum.  Síðan mokaði hann yfir og gekk svo vel frá að engin vegsummerki sáust eftir raskið.

            Snjólfur þurrkaði sér um augun og litaðist um í fjárhúsunum.  "Hvað í þreifandi, hann hafði gleymt að taka með sér reipisspotta, það var nú verri sagan að þurfa að fara heim aftur".

            Hann gekk áleiðis til dyranna.  Hrúturinn sem var innst inni í krónni rak bylmingshögg í garða stokkinn.  Snjólfur leit við, það var alveg rétt, það var ekki annað en að leysa hrútinn og nota bandið af honum, þá þurfti hann ekki heim.

            Nei það var annars ómögulegt, hann mundi mölva spilið og fara fram til gimbranna, það væri svo sem ekkert glæsilegt að fá lömb seinnipart vetrar og það undan gimbrum.

            En hvern fjandann kom honum það við, var það ekki hreppsnefndarinnar að sjá um það?  Jú áreiðanlega, ekki færi hann að skipta sér af því, þeir mættu víst gjarnan fá nokkrar snemmbæra gemlinga fyrir sér, ekki ætlaði hann að skipta sér af því, fyrst þeir endilega vildu það.

            Snjólfur rak upp rokkna hlátur.  Það yrði sannarlega gaman að sjá oddvitann, þetta akfeita svín vera að eltast við lambær seinnipartinn í vetur.  Þá skyldi Snjólfur Meyvantsson hlæja - skellihlæja.  Hann sneri sér við og labbaði inn til hrússa og fór að leysa af honum bandið.

            "Nú skaltu fara framfyrir og skemmta hreppsnefndinni lagsmaður, þér verður víst ekki skota skuld úr því að mölva spilverkið það arna ef ég þekki þig rétt.  Brjóttu það bara nógu smátt svo hreppsnefndin verði að kaupa við í nýtt spilverk, því ekki finna þeir næga rafta hér á Snýtu brúklega.  Það er annars best að ég fái þennan hérna", Snjólfur losaði gamlan fúaraft úr spilverkinu og gekk upp í hlöðuna.  Hann klifraði upp á heyið, rak annan endann á raftinum í vegginn yfir geilinni, en lét hinn hvíla á stabbanum.  Svo batt hann öðrum reiptagls endanum utan um miðjan raftinn, gerði lykkju á hinn og smeygði um hálsinn á sér.

            "Faðir vor þú sem er á himnum."

            "Nei fjandinn hafið það, maður sem ætlar að fremja sjálfsmorð á ekki að biðja fyrir sér eða lesa faðirvorið, það er hreint ekki viðeigandi, það yrði aðeins til þess að spilla fyrir manni í hinum staðnum".

            Snjólfur lagfærði lykkjuna um hálsinn á sér og lét sig falla fram af stabbanum.

            "Æhjæj - hvílíkur andsk.....höfuðverkur, hvað hefur komið fyrir mig og hvar er ég?"  Snjólfur opnaði augun og leit í kringum sig.  "Myrkur - eintómt myrkur - ekkert nema kolbrúnt þreifandi helvítis myrkur - .  Ég er þó líklega ekki dauður.  Nei það getur varla verið ég þá ekki svona mikið til -.  Úff - púff ég hlýt að vera stórslasaður, það blæðir úr hausnum á mér".  Hann þreifaði með hendinni upp í hausinn og snéri honum lítið eitt til um leið og sárkenndi til í hálsinum.  "Æ, æ, æ, ég er þó ekki hálsbrotinn líka?" kveinkaði hann og greip um hálsinn.  "Hvað er nú þetta?  Reiptagl, hvernig stendur á þessu öllu saman, hvað hefur komið fyrir mig"?  Einhver ógreinilegur hávaði barst honum til eyrna, einna líkastur því að dans væri stiginn af mörgum fótum í órafjarðlægð.  Snjólfur hlustaði.  Traðkið magnaðist og nú heyrði hann það mjög greinilega.  Hvað gat þetta verið? Enginn dansaði án þess að hafa músík.  Nú hætti það aftur, þetta var undarlegt.

            "Mehegg" þessi snöggi gimbrajarmur vakti hann til meðvitundar um hvað hafði gerst og hvað væri að gerast.

Sjálfsmorð -.  Hrúturinn -.  Gimbrarnar -. Útsvarið -. Hreppsnefndin, allt þetta hringsnerist í hausnum á honum hvað innan um annað.

            Hann staulaðist á fætur, þetta dugði ekki, hrúturinn mátti ekki gera meira af sér en orðið var.  Hann smeygði lykkjunni af hálsinum og þreifaði á spýtunni, hún var brotinn sundur.  "Það er hún sem hefur bilað, bölvuð tófan" sagði hann og þreifaði upp hausinn á sér þar sem sprungan var eftir höggið.  "Ég var heppnis maður að hún drap mig ekki, það hefur þá sannarlega legið nærri".

            Hann tók reiptaglspottann og staulaðist fram í húsin.  Hann kom alveg mátulega fram í tóttardyrnar, til þess að vera vitni af því þegar ein fallegasta gimbrin hans breyttist í lífsreynda á.

            "Bölvaður hrappurinn, það verða þokkalegar afleiðingar af þessu athæfi þínu hrútsskömm", hann þreif í hornið á hrússa og dröslaði honum inn fyrir spilverkið, sem var alt mölvað.

            Nú kom reiptaglið aftur í góðar þarfir, hann batt hrútinn við innstu stoðina, svo rammlega að hann gat alls ekki lagst.

            "Þetta skaltu hafa þorparinn þinn fyrir öll þau óþægindi sem þú ert búinn að gera mér, þú hefðir verið hæfilegur í hreppsnefnd, með slíka artir og innræti - þokkapeyinn, þarna skaltu fá að dúsa til morguns og kannski lengur".

            Snjólfur tók rekuna og gróf upp fjársjóðinn, hann hellti úr skinnpokanum og taldi peningana, jú þeir voru allir og það var þó fyrir mestu.

            Hann hneppti frá sér, stakk pokanum inn á bera bringuna og hélt heim.  Kerlingin þeytti rokkinn af miklu kappi þegar Snjólfur kom inn í baðstofuna.  "Hvað er að sjá þig maður" sagði hún "þú er allur marinn og blóðugur".

"Ojá það datt spýta ofan í hausinn á mér" svaraði Snjólfur rólega.

"Varla hefur þú bólgnað svona á hálsinum af því" sagði kerlingin.  "Ojú þetta var engin smáræðis spýta, hálsinn kíttaðist svo þrælslega saman við höggið að ég hélt lengi að ég væri hálsbrotinn, en svo upptvötaði ég það að ég hefði bara farið úr hálsliðnum".  "Nú - hvernig gastu þá kipp honum í liðinn aftur"?  "Aftur já" sagði Snjólfur og strauk hendinni yfir ennið.  "O - ég stakk bara hausnum á milli plankanna í hrússa spilinu og spyrnti í með fótunum og höndunum, svo vatt ég mér til, þá hrökk ég í liðinn aftur, en spilið brotnaði, þetta voru ekki nein smáræðis átök skal ég segja þér kelli mín".  Snjólfur gekk að koffortinu og opnaði það, hann lét pokann niður og tók hann svo upp aftur.  "Ég verð víst að borga þetta bölvaða útsvar, það er ekki um annað að gera, en út úr mér skulu þeir aldrei fá meira en þrjátíu og tvær krónur


100 þúsund prósenta verðbólga

Okkur þótti nú nóg hér um árið þegar verðbólgan fór yfir 100%, en 100 þúsund er nú dálítið mikið, jafnvel í Simbabve.  (100.000%) Rosalegt.W00t  Er þetta ekki stórþjófnaður?Bandit


mbl.is 100 þúsund prósenta verðbólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur

Þau hafa ekkert þarfara að tala um en bloggið.Alien

Það væri nú kannski ráð að Össur bloggaði um verð á eldsneyti og lækkun krónunnar?Whistling

Það dugar kannski ekki til?Cool


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madeleine McCann

Var ekki búið að telja hana af?GetLost

Þetta er að verða alveg hryllingurCrying hvernig hinir og þessir telja sig sjá eitthvað sem er svo kannski engin fótur fyrir.Woundering


mbl.is Segist hafa séð Madeleine McCann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum ráðherra

Væri hugsanlegt að svona færi fyrir ráðherrum sitjandi og fyrrverandi á Ísland?Devil

Nei, það held ég ekki.  Þeir komast upp með allt.Bandit

Ef þeir komast ekki upp með það, þá eru þeir búnir að koma sínum mönnum á þá staði að þeir sleppa með einhvern tittlinga skít og fá að fara í fótspor Árna og dvelja á Kvíabryggju.Police


mbl.is Fyrrum ráðherra grunaður um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband