Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Það er komin apríl

og ég hef verið hálf latur við það að blogga undanfarið.

Lítið hefur verið um að ske eins og einn góður orðar það.

Fór að vísu í fermingarveislu hjá honum Arnari Frey á pálmasunnudag, fín veisla og gaman að hitta allt liðið þarna á Skaganum.

Við vorum þarna í fjóra daga og ég sá lögguna einu sinni, fór ég þó með hundinn út að ganga tvisvar á dag.  Á langasandi laugardag fyrir pálmasunnudag vorum við Telma með Barrý og Polla að labba, varð mér þá á og sleppti Barrý því hann vildi hlaupa að sjónum og flýja undan honum svo til mín aftur, þarna vorum við sem sagt að ærslast og engin maður nálægt okkur, kemur þá ekki maður galandi og segir að lausaganga hunda sé bönnuð á Skaga, þannig að við setjum hundana í taum.

Ekki sýndi þessi maður neina kurteisi heldur mannalæti mikil og sagðist vera hundaeftirlitsmaður á Skaga (sem getur vel verið, en samt finnst mér skrítið að hann skuli vera á launum á laugardegi) ekki sýndi hann okkur nein skilríki eða annað, bara ókurteisi.

En hvað með það, við létum hundana ekki ganga lausa eftir þetta.

En þetta sýnir manni hvað sumir taka starf sitt alvarlega.

Einu sinni sá ég löggu á fjórum dögum og einu sinni sá ég hundaeftirlitsmann.


Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband