Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Köttur

Á mínu heimili er hundur Barrý og köttur Venus (karl), sem er ekki svo óvenjulegt nema hvað, á sex mánuðum hefur kötturinn tvisvar lent fyrir bíl.

Í fyrra skiptið kom hann heim eftir að vera týndur í fjóra sólahringa, sem er mjög óvenjulegt fyrir þennan kött, því hann kemur annars alltaf inn á kvöldin og er hafður inni á næturnar.

Þar sem búið er að taka hann úr sambandi fyrir nokkru eða áður en hann lenti í þessu bílslysi í haust, þá er ekki mikill þvælingur á honum hvorki á daginn eða næturnar.

Eftir fyrra slysið var hann kjálkabrotinn og marinn og bólginn víða um skrokkinn, en henni Elvu tókst samt að koma honum nokkurn vegin í samt lag aftur.

Í gær fór ég að gá eftir honum en sá hann hvergi fyrr en undir miðnætti, þá sé ég hvar hann er að reyna að koma heim á tæplega þremur löppum, allur brúnn af skít og blóðugur, en hann er annars alveg hvítur.

Í morgun var ákveðið að tala við Elvu aftur og var farið með köttinn til hennar þar sem hún var stödd upp á dýraspítala.

Þá kom í ljós að kötturinn hefði fengið svo þungt höfuðhögg að það blæddi inn á heila og annað sjáaldrið fyllti út í hvítuna í auganu, lamaður á öðrum framfæti með skrámur sitt hvoru megin á kjálkanum og rifin kló úr aftur fæti.

Við héldum að nú væri þetta bara búið hjá honum þó hann væri rétt orðin eins árs.

Kettir hafa víst nýju líf og Venus er nú allur að braggast aftur búinn að drekka mjólk og borða blautmat, farinn að staulast um og haltrar furðu lítið.

En hann er nú búinn með tvö, eftir eru sjö og vonandi sleppur hann við það að lenda undir bíl í framtíðinni.

Það er aðeins eitt sem ég er nú að velta fyrir mér og það er grimmdin eða sinnuleysið i því fólki sem keyrir á dýrin.  Enginn hefur hringt eða reynt að ná kettinum til að koma honum heim, hann var bara látinn komast þetta að eigin vegum.

Taka skal fram að kötturinn er með tattú í eyra, auk þess hálsól þar sem nafn hans er og símanúmer að auki.

Við hefðum þegið það að viðkomandi ökumenn hefðu hringt og látið vita hvar hann lægi svo við gætum sótt hann og gert það sem þurfti fyrir hann, en EKKI LÁtið hann liggja bara og kveljast þar sem hann var niðurkominn.

                              Kannski hringir sá næsti sem keyrir á dýr.


Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband