Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Velferðin

Margir öryrkjar hafa það á tilfinngunni að baráttusamtök þeirra séu ekkert að gera í þeirra velferðamálum. En það er ekki alveg rétt, því úti á akrinum er hópur fólks að leita að krónum. Stundum finnast þær, en stundum ekki.

Þegar þær finnast þarf að meta hvort tilkinna eigi það til annarra öryrkja/aldraðra eða hafa hljótt um að þarna séu aukakrónur sem engin er að nota. Þetta er alltaf vafa mál því ef við tökum eina krónu umfram það sem Steingrímur hefur skamtað, verðum við að borga af henni skatt um það bil 37%, alltí lagi segja flestir allir þurfa að borga skatt.

En það er ekki allt því ef við hirðum þessa krónu þá þurfum við auk þess að borga af henni skattinn að missa aðra krónu sem við höfum fengið greidda frá TR. Þetta þíðir unnin króna – töpuð króna + skattur.

Það er alveg sama hvernig þessi króna er fengin, arfur,vinna,gjöf eða bara hirt af götunni.

Svo í bakgrunn heyrum við Samfylkinguna syngja sinn nýja baráttusöng:

Velferðin á Íslandi.

Þar er fyrsta erindið svona: Það er tekið til þess víða um lönd hve vel hefur tekist hjá okkur Steingrími.

Því miður kann ég ekki meira af þessum söng því ég er annað hvort flúinn að vettvangi eða farin að skæla því mér leiðis svona söngvar þar sem er verið að ljúga að fólki endalaust.

Við öryrkja höfum ekki fengið neina hækkun sem heitið getur síðan 2008.

2007 var bílastyrkur 1.200.000. fyrir hreyfihamlaðan sem notar annað hvort eða bæði hækjur og hjólastól, núna 2012 er þessi sami styrkur 1.200.000 en bíl sem kostaði 3.000.000 2007 kosta í dag 6.000.000.

þannig að auðvelt er að sjá á þessum dæmum hvernig þetta er, því þetta hlutfall á ekki bara við bílakaup. Þetta hlutfall á við um 95% af öllu því sem við fáum.

Á sama tíma hækkar allt matur, læknisþjónusta og tómstundir sem geri kannski minnst til því engin öryrki hefur efni á tómstundum og fáir hafa efni á læknisþjónustu.

Búinn að röfla nó í bili .

Kveðja:Hilmar Guðmundsson


Tekjur og aðrar afkomutölur

FréttablaðiðAðsendar greinar 06. júlí 2012 06:00

Hilmar Guðmundsson kjarahóp ÖBÍ

Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

Á árinu 2011 voru meðaltekjur hins vegar kr. 400.000 fyrir skatt samkvæmt vef Hagstofu Íslands og miðast það við heildartekjur, það er að segja með yfirvinnu og bónus ef hann er í boði.

Tekjur öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum einstaklingi eru kr. 156.153 eftir skatt.Hér er átt við öryrkja sem hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur TR. Fyrir flesta öryrkja eru örorkugreiðslur tekjur fyrir lífstíð þar sem að þeir hafa ekki möguleika á að auka sínar tekjur á neinn hátt.

Fólk á atvinnumarkaði hefur fleiri möguleika á að auka sínar tekjur með betri samningum eða nýrri vinnu, en það stendur öryrkjum yfirleitt ekki til boða. Þeir hafa eingöngu þá innkomu sem ríkisstjórnin skammtar þeim þrátt fyrir lög um að bætur skuli hækka samkvæmt neysluvísitölu og/eða launavísitölu.Síðan 2008 hafa bætur ekki hækkað samkvæmt framangreindum vísitölum.

Í júní á þessu ári var í fréttum að laun forsætisráðherra hefðu hækkað um kr. 257.000 síðan 2009. Og hvað með það spyrja sumir, já hvað með það? Þessi launahækkun (fyrir skatt) er ekki nema kr. 100.847 hærri en örorkubætur sem öryrki er að fá sem býr með öðrum fullorðnum.

Er ekkert skrýtið við það þegar laun þeirra sem eru meðal allra lægstu hækka lítið sem ekkert á meðan laun ráðherra eru hækkuð langt umfram það sem við erum með á mánuði?

Við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að lifa á þessum bótum eigum ekki verkfallsrétt eða rétt til þess að gera nokkurn hlut til þess að bæta stöðu okkar. Aðilar vinnumarkaðarins eru allt of linir að semja fyrir okkar hönd eða krefjast þess að við fáum þá lögbundnu hækkun sem við eigum að fá, hvað þá að við fengjum kr. 257.000 hækkun á mánuði, það yrði þá ljúft líf.

EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR.


Ósk

Ég ættla að biðja menn að lítilsvirða hundana ekki með því að líkja þessu við gelt.  Þetta á ekkert sameyginlegt með gelt, allir hundar eru yfir það hafnir að vera með gjamm útaf engu.  Þetta er eitthvað annað t.d. röfl sem þessi maður er alltaf með og ætti kannski oft að líta sér nær áður en hann sest að skrifum.
mbl.is „Tilraunin mistókst – skiljanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband