14. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

GAMALT

SÍLDAR - KVÆÐI

 

Við siglum í austur á síldveiði geim

að sækja okkur farm í búið.

Á húmdökkum kvöldum við hafgolu hreim,

er hafskipið áfram knúið.

En því miður er veiðin

svo vafasöm stundum,

við Vopnafjörð, Núpinn

og á Grímseyjar sundum.

Með slatta í lestinni höldum við heim,

með hugann hjá víni og sprundum.

 

Við göngum á landið með gleði og spaug,

það gengur svo illa að spara.

Aurunum söfnum við sjaldan í haug,

við sjáum þá koma og fara.

En stúlkurnar sýna okkur

sólbjarta geima

sið sætleikans njótum

og byrjum að sveima,

hjá smávöxtu kjarri í lítilli laug,

þar sem leyndarmáli á heima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband