25. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

 

HULD

 

Hún kom hér eitt kvöld um daginn,

og kallaði til mín inn,

hvað ertu að gera góði?

Gáðu að þér ljúfurinn.

Í myrkrinu dísir dansa,

deyfa og seiða menn.

Látra fjötrana falla,

ég finn að þær koma enn.

 

Loftið er lævi blandið,

það liggur í húminu hér.

Þessar verur sem vaða,

villtar í stórum her.

Sveima hjá húsinu í hrönnum

og henda sér margar inn.

Gleypa andann frá öllum

og ef til vill éta þinn.

 

Að éta sinn eignin anda,

er andstyggilegra þó,

þá sjálfsagt fær sérhver maður

af siðfræði kenndum, nóg.

Fær gleymt því, sem áður hann unni,

og ungur í vöggugjöf hlaut.

Horfir á hamranna hrynja,

með höfðið beygt niður í laut.

 

Þó dreymir mann alltaf og dreymnir,

og daglega bindur sinn þveng.

Villist um veraldar hauginn

en varlega slær á sinn streng.

Mann dreymir um dáðir nýjar,

dreymir um ákveðin spor,

þó verða fáir sem finna,

fram undan eintómt vor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband