Vestfjarðahringurinn

Fórum á fimmtudag fyrir viku frá Akureyri og var ætlunin að tjalda í Bjarkalundi.  Við fórum sem leið lá til Borðeyrar og þaðan yfir Laxárdal (kemur á óvart hvað margir dalir heita það) til Búðardals.

Frá Búðardal var ákveðið að fara um Fellsströnd, gríðarlega fallegt þar víða til dæmis þar sem minningarkross er um Auði DjúphugðuP8090024 frá Hvammi.

Á þessum hring er líka hið fræga Staðarfell þar sem fram fer starf SÁÁ sem mikið er lofað.

Þessi hringur var afdrifaríkur fyrir okkur því við fengum stein inn í felguna sem stöðvaðist á bremsuklossa og skóf felguna nánast í sundur eins og spýtu í rennibekk.

Felgan var ónýt og við fórum til baka til Búðardals og tjölduðum þar, því Toni reddaði nýrri felgu og Erna kom svo með hana á föstudagsmorgni.

Þegar búið var að gera við var vagninn tekin samann og ákveðið að halda til Patreksfjarðar, á þeirri leið er gríðarleg fegurð víða og gaman að fara þetta nema vegurinn er alveg skelfilegur á löngum köflum, svo slæmur að nútíminn kallaði þetta ekki veg heldur slóða sem væri í lagi að fara á þrjátíu og átta tommum en ekki á fólksbíl með sautján tommu hálf dekkum.

Undir kvöld komum við samt til Patró og tjölduðum þar.  Á laugardegi var meiningin að fara yfir á Látrabjarg en því var ekki við komið sökum þoku og láskíðuðuP8110149.

Frá Patró var farið til Tálknafjarðar og þaðan yfir til Bíldudals, frá Bíldudal til Dynjanda og HrafnseyriP8110184.  Fossinn er gríðarlega glæsilegur eins og Stína myndi orða það og á Hrafnseyri fannst mér merkilegast með minnisvarðan, stóran steinP8110195 sem sóttur var í fjallið fyrir ofan bæinn og settur upp 1911 að mig minnir, en það sem er merkilegt við þennan stein er að hann er einhver tonn á þyngd.

Við héldum áfram til Ísafjarðar á um tuttugu kílómetrum á klukkustund því vegurinn er alveg skelfilegur frá Bíldudal og landleiðina til Flateyrar.  Á Ísafirði vorum við sunnudag og mánudag í alveg ágætu veðri.

Á þriðjudag var haldið af stað til Hólmavíkur þar sem meiningin var að tjalda en eftir langa keyrslu á slæmum vegum var ekki nema 8 gráður á Hólmavík um miðjan daginn svo afráðið var að fara aftur yfir Laxárdalsheiðina og niður á Stykkishólm.

Rétt áður en við komum til Stykkishólms eyðilagðist dekkið sem var á felgunni nýju eða sama dekkið og var á gömlu felgunni (þegar hún eyðilagðist).  Aftur varð að skipta um dekk og á Stykkishólmi fengum við notað dekk sem leit út sem nýtt.

Við vorum tvær nætur þarna en ákveðið að fara niður á Skaga áður enn allt yrði fullt vegna danskra daga.

Á Skaganum vorum við svo frá fimmtudegi til sunnudags þegar við keyrðum Gumma og Stínu út á völl, en þau flugu til Köben klukkan fjögur og Gummi varð að mæta í vinnu í Malmö á mánudagsmorgun.

Eftir að vera búinn að keyra þau á völlinn fóru við til baka á Skagan með viðkomu i Hafnafirði og frá Skaga fórum við undir fimm á sunnudag og vorum komin heim um níuleitið.

Alltaf gott að koma heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband