40. Ljóð Myndast ný stétt?

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

MYNDAST NÝ STÉTT - ?

 

Áður en stríði var startað hér

og streymdi til landsins breskur her,

og allt reyndist beiskju blandið.

Var sólskin í starfi hvers sveitamanns,

því sveita æskan var styrkur hans,

börnin sem byggðu upp landið.

 

Þá var starfað með sterkri hönd,

stækkuð túnin og akurlönd,

byggingar byggðar úr steini.

Um helgar menn stunduðu leik og list

og lagleg stúlka föðmuð og kysst,

um lánættið oft í leyni.

 

Æskan var fersk og yndisleg

og allt hennar starf á betri veg,

vaxandi vor og gleði.

Menningin óx eins og meiður frá láð,

meira og heitar var frelsið þráð

Íslands, - sem aldrei skeði.

 

Því hernámið yfirtók okkar land

og ýmsu góðu var siglt í strand,

margur í fjöldanum fellur.

Þá settust að völdum miklir menn

og mótaðist stétt sem lifir enn,

sunnlenskar - setuliðs mellur.

 

Enn dregur bliku yfir okkar land,

ótal bændur komnir í strand,

þó sé ekki sopið kálið.

Þeir ganga frá jörðum í stórum stíl,

það stoðar ei lengur neitt hugarvíl,

og arka beint suður í álið.

 

Þó eru margir eftir enn

úthaldsgóðir og traustir menn,

sem magnast er mest á reynir.

börnin, sem vilja verða rík

venda í Straums eða Reykjavík,

en þeir, - berjast í bökkum einir.

 

Það var eðli hvers Íslendings

að eiga sitt frelsi og mæta til þings,

með eldmóði innri glóðar.

Bóndinn sem enn þá býr í sveit

og breytir landinu í gróðurreit,

er máttarstoð menningarþjóðar.

 

Hann elskar sitt land og ættarjörð,

ilminn í lofti og gróinn svörð,

birkið og blómin smáu.

Lyngið sem skreytir laut og ból,

ljómann sem skín af morgunsól,

frelsið og fjöllin háu.

 

Þó er ekki nóg að foldin sé fríð,

fuglarnir kátir og tíðin blíð,

náttúran ljómandi og litrík.

Ef litla dúfan, hún dóttir hans

hins dugmikla prúða bóndamanns,

er álmella, stödd suður í Straumsvík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband