55. Ljóð Svefn

 Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

SVEFN

 

Svefninn sigrað getur

sorgir allra manna,

enginn byggir betur

borgir hugsjónanna,

gamlir öðlast aftur

æsku drauma sína.

Vísdóms kynja kraftur

kveikir liðinn bríma.

 

Andinn frelsi finnur,

fagra vegi líður,

allt það vonda vinnur,

viljinn kraftinn býður.

Fjærri starfi og striti

stillir hörpu þýða,

bland af von og viti

vefur hugsjón blíða.

 

Þeim sem aldrei áður

öðlast gleði hefur

sem var harmi háður,

huggun svefninn gefur.

Allt á karl í kofa

hann konungsvald nær hljóta,

því er sælt að sofa

og svefnsins blíðu njóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband