56. Ljóð Tvær - Áttir

 Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

TVÆR - ÁTTIR

 

Þegar aðrir sofa og svífa um drauma löndin

og sorgum öllum gleyma við höfgans hlýja brjóst,

þá um lífsins einstigu líður mannsins öndin

sem liggur einn og hugsar um það sem kom og fórst.

 

Marga þreytta veru ei svefninn sigrað getur

er svalir vinda næða um þankans eiði lönd,

en það eru víst færri og því fer líka betur,

sem þannig fley sín brjóta við hamingjunnar strönd.

 

Og margir eru þeir sem markið reyna að vinna,

á miðri leið svo hrapa í duftsins gleymsku hyl,

oftast nær það verður fyrir veikan skilning hinna,

sem virðist aðeins það sem hefur áður verið til.

 

Þó eru til menn sem enn klifra upp kletta bandið

og kasta frá sér björgum sem verða á þeirra leið.

Þeir hugsa um líðan fólksins, hamingju og landið,

en halda ekki niður þó gatan virðist breið.

 

Þeir brjótast upp á tindinn og vísa öðrum veginn

sem villtir eru að ráfa og enga stefnu fá,

þó dýrmæt ráð og göfug séu ekki alltaf þeginn,

þá eru býsna margir sem réttu striki ná.

 

Þessir kappa eiga sér eilífðina að systur

og eilífðin er þeirra, skráð á tímans blað.

Hann lét ekki bugast sem þangað fór upp fyrstur

og freistarinn bauð jarðríki gull og nýjan stað.

 

Síðan komu margir sem brutu nýjar brautir

og burtu frá sér hentu öllum ráðum freistarans,

svo eru til aðrir sem læðast niður í lautir,

liggja þar í felum og bíta í hæla manns.

 

Þeir eiga hvorki tign, eða andlegt aðalsmerki

og ekkert til sem vermir þeirra nakta sálar hróf,

sem illa vandir hundar þeir haga sér í verki

og hafa að leiðarstjörnu, þann sem talentuna gróf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband