59. Ljóð Vaðið

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.041976 

 

VAÐIÐ

 

 

Ég held að þjóðin vakni til vitundar um það,

að vorið sé að halda innreið sína.

Við brotið fjærri álnum við eygjum vonarvað,

vörðum staðinn, látum blakkinn hvína.

 

En þó á bógnum brjóti og byltist klakahröngl,

Blakkurinn mun vaða í gegnum strauminn,

og flóttamannalýður hefji feigðarboðans söngl,

mun fjöldinn halda rétt og vel um tauminn.

 

Þótt landtakan sé erfið, er lausnin þarna samt,

og lífið okkar bíður hinu megin.

Þótt miði hægt með köflum og okkur skili skammt,

með skynsemi við finnum rétta veginn.

 

Hver, sem ekki finnur sitt rétta vonarvað,

mun veltast undan straumnum niður í hylinn.

Sumir missa tíman, sem fara seint af stað,

og sumir ríða beint í dýpstu gilin.

 

Sá einn mun taka landið, sem gegnum brimið brýst,

byltist móti straumnum nýja vegi.

Hann mun geta öðrum á leiðum sínum lýst,

uns ljóminn fer að skína af björtum degi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband