38. Ljóð Morgun stjarna

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

MORGUN STJARNA

 

Þú ert sem morgunstjarna í miðju ríki dagsins,

mildari en nóttin, þó hún sé ljúf og góð.

Engill minna drauma innst til sólarlagsins,

ástargyðja fagra, sem tendrar nýja glóð.

 

Í þínum örmum vildi ég vaka bæði og sofa,

vitja þeirrar sælu, er lífið gefur best.

Ekki neinu gleyma og engu heldur lofa

og ekkert heldur gera sem þér mun koma verst.

 

Það er alltaf gaman að eiga endurfundi

og ilminn sæta teygja af nýrri ástar glóð,

baða sig í hamingju, liggja frjáls í lundi

við ljúfa blóma angan og sólar geisla flóð.

 

Af tilviljun um skóginn forðum þér ég fylgdi,

er fölnaður var dagur, en himinn hreinn og blár,

það var líka tilviljun sem okkur sundur skildi

á sólarströndum lífsins með djúp og opin sár.

 

Ef við hefðum verið þá, nokkuð eldri að árum

og áfram saman haldið um lífsins dulda meið,

þá er ekki víst að við sætum nú í sárum

og sæjum aðeins rústir af gengir ævi leið.

 

Víst til eru þau sár, sem aldrei gróið geta

þó gömul séu nokkuð, þau opin standa samt,

það er líka vandi að vega þau og meta,

vita um rétta smyrslið og hæfilegan skammt.

 

En minninguna um okkur mun ég alltaf geyma

og myndina af þér sem varstu fersk sem rósar blóm.

Ef ég til þín hugsa um æðar mínar streyma

undalegar kenndir með þýðum vorsins hljóm.

 

Einhvern tíma seinna við leiðumst inn í lundinn

og lítum aftur blómið sem fáir hafa séð,

það verður okkar eilífð eins og fyrsta stundin

í Eden - garði forðum á bak við skilnings tréð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband