39. Ljóð Morgunbæn

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

(var flutt við útför hans) 

MORGUNBÆN

 

Syngdu mér sumaróðinn

syngdu mér fegurstu ljóðin

svo harpa mín hafi þinn hljóm.

Gefðu mér gullskýja böndin

gefðu mér sýn yfir löndin

þinn hug og þinn helgidóm.

 

Gefðu mér styrk til að standa

af mér storma, sem öllu granda

og kraft til að vinna vel.

Von til að vaka og biðja

vald til að reisa og styðja

og dug móti drottningu hel.

 

Gefðu mér vald til að vekja

von um það góða, en hrekja

það vonda og víkja á hlið.

Gefðu mér afl til að yrkja

óð sem mun glæða og styrkja

einlægni, ást og frið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband