Færsluflokkur: Ljóð
12.7.2007 | 17:45
Annað ljóð
Höfundur:Guðmundur Árni Valgeirsson
f:11.11.1923 d:17.04.1976
HINN EILÍFI GARÐUR
Oft hef ég gengið um garðinn
og glaðst með fallegum rósum,
horft á himininn hlæja
heiðan með norður ljósum.
Oft hef ég gengið um garðinn
götuna niður við sjóinn,
hlustað á bárurnar byltast
og berjast við ísinn og snjóinn.
Oft hef ég gengið um garðinn
með grenjandi úlfum og ljónum,
sem bitu mig báðu megin
uns blóðið storknaði í skónum.
Oft hef ég gengið um garðinn
og gist meðal blóma í lundi,
kropið á kvöldin við eldinn
kysstur af fallegu sprundi.
Margt hefur skeð fyrir morgunn
og margt kemur seinna á daginn,
hverfullt er konu hjarta
og kvöldroðin norðan við bæinn.
Er ganga um garðinn erfið?
Hún getur verið það stundum,
fyrir þá sem oft eru eltir
af úlfum, refum og hundum.
Því koma dimmir dagar
með dökkum skuggum og baugum,
umvefja allt og alla
aftur göndum og draugum.
Margslungið mannlífið reynist
margir í fjöldanum tínast.
En látið þá líka í friði
sem lifa á því að sýnast.
Víst er það margt sem maður
má hvorki vita né reyna,
en lífsspeki liðinna alda
lifi í krafti þess hreina.
Enn mun ég ganga um garðinn
og greypa nafn mitt í steina,
vermda lífið með lífi
lifa, bíða og reyna.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Indverjar hefna sín á meintum brotum Pakistana
- Rússar vilja „hugsa málið í gegn“
- Pakistanar strax sakaðir um að rjúfa vopnahlé
- Yfir 100 látnir í flóðum í Kongó
- Vopnahlé á milli Indlands og Pakistans
- Hóta harðari refsiaðgerðum ef Rússar hafna vopnahléi
- Þúsundum sagt að halda sig innandyra vegna eitraðs klórskýs
- Skiptast á eldflaugaárásum
- Pútín: „Rússland mun sigra Úkraínu“
- Páfinn settur formlega í embætti eftir viku
Viðskipti
- Svipmynd: Spennandi tímar í fjártækni
- Fréttaskýring: Rennur draumurinn út í sandinn?
- Horfa til innri vaxtar
- Tollar flækjast fyrir Toyota
- PCC óskar eftir viðskiptavernd í formi tolla
- Vörumerkið og verkfærakistan
- Róbert bætir við sig í Alvotech
- EVE Online er sérstakt hagkerfi
- Krefjast viðskiptaverndar í formi tolla
- Von á 300 manns frá flestum Evrópulöndum