Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Að vera öryrki er ekki val eða lífstíll

 Umræðan bæði hjá stjórnmála og fréttamönnum er oft á tíðum á þá leið að öryrkjum á Íslandi fjölgi langt umfram það sem gerist annarstaðar.

  En það er ekki raunin, því samkvæmt: Drögum að skýrslu Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum um „Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja“, þá var árið 2009hlutfall öryrkja af mannfjölda í Danmörk 4,9%, á Ísland 6,9%, íNoregur 9,4% og íSvíþjóð 8,9%.  Fjöldi öryrkja hefur verið svipaður síðan ef farið er eftir heimasíðu Tryggingarstofnunar .

 Önnur mýta sem er í gangi hér í þjóðfélaginu er sú að mjög auðvelt sé að komast á örorku og að fá lífeyrir. En reyndin er ekki sú því það getur tekið allt að tveimur árum frá því að veikindi eða slys gerist þar til mat frá TR liggur fyrir. Ferlið er því oftast langt og flókið með pirring og leiðindum. Tekið skal fram að örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati.

 Í undantekningar tilfellum getur þetta gengið mun hraðar fyrir sig t.d í lífsógnandi sjúkdómum og einnig einstaka sjúkdómum sem fólk getur gengið með árum saman eins og MS og fleiri af sama meiði. En þetta er ekki allt því reglulega þarf að fara í endurmat það sem eftir er. Ef maður getur hugsanlega farið að vinna fer maður á endurhæfingarlífeyri, sem ætluð er þeim sem hugsanlega komast aftur út á vinnumarkaðinn. Endurhæfingarlífeyrir er til í allt að 18 mánaða.

  Annað sem fólk ætti að athuga er að það er ekki sama að fá örorkumat og að fá greiddan lífeyri. Örorkumatið getur verið hjálp fyrir fatlaða sem og veika sem geta hugsanlega unnið eitthvað eða jafnvel fulla vinnu, því það veitir ýmis réttindi svo sem sjúkraþjálfun, bensínstyrk og fleira þar sem það á við.

Takk fyrir mig

Flutt á opnum fundi hjá ÖBÍ sem haldinn var í ráðhúsinu nú í haust. 


Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband