6.2.2020 | 16:07
Eftir pabba
Eftir Pabba
Oft hef ég setið að sumbli,
svalar og langar nætur.
Æðaslátt útlagans fundið
og ylinn við hjartarætur.
Drekkt mínum sorgum og draumum,
í drekans eitruðu veigum.
Látið þær líða um hálsinn,
í löngum og stórum teygum.
Haldið að ég væri hetja,
hæfari flestum mönnum,
og gleymt því hve grátlega lítið
ég gat mitt í dagsins önnum.
Fundist andi minn fleygur
og frjór í sköpunarmætti.
Þó aldrei eins andlega dauður
minn óður með fölskum hætti.
Svifið í sefjunar böndum,
séð varla birtuskilin.
Hent mér aftur og aftur
endilöngum í hylinn.
Sá blekkingar hylur er blendinn,
því böðullinn stendur við ósinn.
En Bakkus á bakkanum glottir
bjartari en norðurljósin.
Hann seiðir sveina og meyjar
með sínum glitrandi veigum.
Þau brosandi brennda drykkinn
byrgja í stórum teigum.
Lífið þeim virðist leikur
meðan logandi veigarnar skína.
En svo þegar lengra frá líður,
fer ljóminn af þeim að dvína.
Ef samviskan sífrar að morgni
og sálin er mettuð af klíju.
Þá bikarinn bjarta við tökum
og byrjum að drekka að nýju.
Að feigðarósi við fljótum
flýjandi okkur sjálfa.
En samviskan segir þið eigið
að sitja heima og skjálfa.
En samt við í fávisku flýjum,
á flóttanum nötrum og skjálfum.
Hlaupum svo hratt að við sjáum
í hnakkann á okkur sjálfum.
Að henda sér niður í hylinn
held ég sé lítill vandi.
En svolítið þarf meiri seiglu
til að koma sér aftur að landi.
Höf. Guðmundur Valgeirsson.
frá Auðbrekku
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar