1.6.2007 | 18:47
Vindur
Þegar veður er svona gott eins og í dag væri fínt ef vindurinn væri aðeins minni. Einhvern vegin finnst mér að hin síðari ár sé vindur alltaf að aukast. Kannski er vindurinn bara horfinn úr minningunni því án hans er veðrið einhvern veginn alltaf betra.
Eða er þetta kannski bara alltaf eins og það hefur alltaf verið? Í minningunni var snjórinn mikill frá jólum og fram á vor, kuldinn og lognið voru ríkjandi í febrúar og mars, kannski allt að 20 gráðum dögum saman. (eða er þetta bara brenglun í minningunni)
þegar ég var í sveit hér á árunum fannst mér veðrið vera gott nánast allt sumarið, en það getur bara verið bilun í minningunni ( kannski ég ætti að láta líta á hana).
Í fyrra sumar fórum við til Svíþjóðar þá var veðrið þar eins og í minningunni hjá mér, heitt, sól og logn eða smá gola dag eftir dag. Engin rigning en smá skúrir sem hjá okkur kallast hitaskúrir og stendur yfir í nokkrar mínútur eða svo. En kannski var minningin að rugla með mig í fyrra, það getur bara vel verið, maður veit aldrei hvað er og hvað ekki.
Ekki meira bull að sinni.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar