13.7.2007 | 00:58
3. ljóðið
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
frá Auðbrekku
Hörgárdal
f:11.11.1923 d:17.04.1976
Ég vissi ekki hvað þetta ljóð hét, en fann þetta nafn innan sviga.
( KVEÐJA )
Nú skal hefja lítið ljóð
leysa stefja hlekki
þakka og kveðja fögur fljóð
en faðmi vefja ekki.
Þó að angi um eina bil
oft þá þanka örmum
þó mig langar loksins til
að lýsa ganga dömum.
Þær eru mestu þarfa hjú
því næst bestu eignir
ef að flesta yrðu nú
af þeim lestir þvegnir.
Sæt er Gréta og gerðaleg
góðan metur vana
þó trúað geti ekki ég
að einhver éti hana.
Lof er ýsan ljúf og hrein
litla kýs hún vegi
eflaust hýsir einhvern svein
áður en lýsir degi.
Vika hraður virtust þá
valinn maður gengur
Viggu glaður sótti sá
súkkulaði drengur.
Stína milt um vaggar veg
varla skiltið missir.
Alltaf stillt og elskuleg
alla pilta kyssir.
Boggu órar, ekki rugl
ástar glórur kinda
þar mun stór og fagur fugl
fast við stjóra binda.
Dagný eykur eldsins gnógt
enn þó veikur brenni.
Eflaust reika einhver fljótt
í ástar leik með henni.
Mörg er veilan mæðuleg
margir deilur gera.
En lifið heilar lífs um veg
og látið feilinn vera.
Ykkur sess og orða gnógt
elti þessi héðan.
Nú vil ég hressast vel og fljótt
verið bless á meðan.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 36687
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar