13.7.2007 | 17:03
4. ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d:17.04.1976
BARNA-GÆLA
Komdu til mín á kveldin
og kúrðu hjá mér við eldinn.
Ég kann alveg sand af sögum,
sumar frá liðnum dögum,
og meðan bútarnir brenna
burtu við skulum renna,
í huganum hátt upp í fjöllin
og heimsækja gömlu tröllin.
Tröll eru talin skrýtin,
þau troða undir sig skítinn,
halda ekki hellunum hreinum,
en hanga þarna í leynum.
Gægjast um glufur á klettum,
með grettum og ótal fettum,
flöt og freðin um smettin,
en fram úr skarandi glettin.
Þau stundum frá hellunum feta
og fá sér þá vel að éta,
þau eru ekki erfið í vali,
en innbyrða stærstu hvali,
og mér var sagt marga í einu,
svo meint þeim ei verður af neinu,
en rösklega ropa og ýla
og rífa í sig stóreflis fíla.
En ef þau svo hitta álfa,
alltaf þau fara að skjálfa.
Því álfarnir eru álfar,
ærslabelgir og kálfar,
þeir ferðast um fjölda margir,
furðu snarir og kargir,
og taka víst stundum tröllin
og troða þeim inn í fjöllin.
En þá fara tröllin að tala
og tröllslega æpa og gala,
reiðir við alla álfa
allt fer að titra og skjálfa,
jörðin hún riðar og ruggar,
svo rjúka upp stofugluggar.
Tröllin af tryllingi glansa
og tröllsleg um hellirinn dansa.
Svo fara tröllin að sofa,
syfjuð af þreytu og dofa,
það er ekki um tröllin að tala,
þau tafarlaust falla í dvala,
og sofa um ótal aldir
eins fast og steinarnir kaldir.
En gangir þú góði upp í fjöllin
í guðsbænum vektu ekki tröllin
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 36687
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar