5. Ljóð

 

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

BIKARINN

 

Tíðar - andinn talar sínu máli,

og tekur eftir hvaða leið við höldum.

Enn þó menn stundum skemmti sér og skáli

í skammdeginu á löngum vetrar kvöldum,

finnst mér um slíkt tæpast hægt að tala,

tel það aðeins hressingu og gaman.

Þyrstur eiga þorstanum að svala,

þenkja göfug mál og ræða saman.

 

Gullnar veigar gleðja mannsins hjarta,

gefa nýja reisn og mýkri strengi.

Andinn skynjar allt það fagra og bjarta,

áður þekkta braut en tínda lengi.

Vekur gleymda þrá, og vegsemd eikur,

vegur þunga hluti léttum tökum.

Okkur virðist lífið tómur leikur

og litlar klyfjar hangi á sterkum bökum.

 

Ef hófs er gætt og haldið réttu striki,

hamingju dísin flesta leiðir varðar,

því mitt í lífsins drunga, deyfð og ryki

drottinn sendi náðar gjöf til jarðar.

Hann vildi glæða eðli ásta og vona,

alla fyrra vonbrigðum og reiði,

þetta hefur sumum orðið svona,

en sumum aðeins slæmur bjarnar greiði.

 

Ef sama drekka valdhafarnir vildu,

vonar skál, í dögun eilífs friðar.

Gleymdu sinni feigðar leið en fylgdu

fegurð æðri tóna - dýpri kliður,

þá mundu óska draumar allra rætast,

öfugþróun liðins tíma víkja,

með bróður þeli mundu flestir mætast

ef mannleg hugsun fengi að skapa og ríkja.

 

Drekkum skál, því drauma landið kemur,

þó dögun þess sé enn þá mistri hulin.

Einhver - tíma fólkið friðinn semur

og finnur rétta leið sem nú er dulin.

Byssurnar þagna, bróður vígin hverfa.

Að bráðþroska menning fæðist, vaxi og dafni,

hins dugmikla fólks, sem daginn fær að erfa.

Við drekkum þess skál í friðarboðans nafni.

 

Engin má til botns sinn bikar súpa

í blóma lífsins, það er margreynd saga,

þá mun hann seinna hljóður höfði drjúpa,

hálfnaður sína göngu, uppi daga.

Vakna loks, hann sér í álinn syrta,

svipað eins og tröll sem beið í leyni,

og hrökk fyrst upp er byrjað var að birta

bara heldur seint, og varð að steini.

 

Drekk hægt þinn bikar, dreggjar hans þér geymdu,

drjúga lögg í botni þar til seinna.

Á æfi kvöldi, að starfi þínu streymdu

staup þitt skaltu kneyfa, dýpra og hreinna.

Njóta þeirra hinstu helgi stundar,

þess himinborna, drekka skál án tafar,

og mæta hress til næsta framhalds fundar,

á furðu ströndum, hinumegin grafar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband