22.7.2007 | 17:34
10. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
DÓMAR
Í Rússlandi var upp réttur hafinn,
af réttlæti eins og vera ber.
Tvö sagnaskáld voru sagna krafin
og sett undir flokksins mæliker.
Því valdhöfum finnst ekki viðunandi
að vaða þar uppi kjaftaskar
og séu með fleipur frá sínu landi,
um sovéskt réttlæti og stjórnarfar.
Þar má enginn segja meiningu sína,
ef mótuð hún er í skakka átt,
né dæma menningu drykkju svína
eða drullusokka á nokkurn hátt,
tala um þjófa eða þá sem á sníkjum
þrífast og ganga flokksins veg.
Þar sem fasisminn ræður ríkjum
er reynslan döpur og svakaleg.
Bræðralagið því best þeir móta,
með böðuls hendi og köldum múr.
Háttsetta menn þeir hengja eða skjóta,
en hina setja í fanga búr,
og senda í þrælkun til Síberíu,
við sult og kulda þeir höggva skó.
Því aftur skal þræða nú að nýju
nástrikið, það sem Stalín dró.
Sovétskar stjórnir siðfræði kenning,
er svipuhögg fyrir menntaðan heim.
Hver trúir að ríki það raunhæf menning
og réttlætið finnist aðeins hjá þeim.
Þó ýmislegt þyki að okkar landi,
illa sé stjórnað og framtakið slappt.
Þá höngum við ekki eins og hundar í bandi
harðlega mýldir með lokaðan kjaft.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 36687
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar