12. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

FÓSTRA

 

Þú gamla land sem girðist bláum sæ,

þín göfuga tign í eigin svip er bundin.

Hér hraustir kappar fyrst sér byggðu bæ,

þú birtist þeim í draumi yfir sundin.

Þeir vildu ekki sterkan beygja barm

og búa líkt og þrælar, öðrum háðir,

þeir bjuggu skip og fóru með sinn fram

í faðminn þinn, og nýjar hetjudáðir.

 

Þeir fóru strax að yrkja eigið land,

með uxum plægðu frjóa jörð og sáðu.

Við hjarta hennar tryggðar bundu band,

á brjósti hennar sínar dáðir skráðu.

Þeim fæddust börn sem fósturjörðin á

og fengu brátt að kynnast dagsins önnum,

iðkuðu leiki, beittu benja ljá

og býsna snemma urðu að hraustum mönnum.

 

Kappi var mikið, kjörorðið var hefnd,

kappleikir háðir, glíma sund og fleira.

Hraustir drengin geta allt það efnt,

sem ungir þeir heita og stundum langtum meira.

Því listin var þeim léð í vöggu gjöf,

líkamsburði, kjarkur til að reyna,

þeir lögðu í víking, fóru um fjarlæg höf,

frægð sér unnu gull og eðalsteina.

 

Þó sumir færu víða um lög og láð

og lyftu mörgum stórum Grettis tökum.

Ortu ljóð sem aldrei voru skráð,

aðeins kóngum flutt á löngum vökum.

Ynnu sér frægð, sem aldrei hefur gleymst

um alda raðir frá þeim gömlu dögum,

en hafði á vörum fólksins fests og geymst

og flust á milli kynslóða í sögum.

 

En þá var allaf gamla landi geymt

greypt í huga, nyrst í köldum sjónum,

þar sem þá hafði æsku drauma dreymt,

dafnað og slitið fyrstu bernsku skónum.

Frá konungs hirðum, gull og gleði hreim,

gjafmildum snótum víni og fögrum sölum,

var þerra kærust ósk að komast heim

til kotanna sinna heima í Íslands dölum.

 

En loks var þeirra skamma saga skráð

á skinn með fjaðrapenna roðið blóði.

Snillings verk sem verða aldrei smáð

en vegin og geymd í minninganna sjóði.

Lýsis kolan daufa birtu bar,

um bæjar skálann fáir geislar runnu,

þegar smáum ljóra lokað var

og langeldar á miðju gólfi brunnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband