26.7.2007 | 14:31
14. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
GAMALT
SÍLDAR - KVÆÐI
Við siglum í austur á síldveiði geim
að sækja okkur farm í búið.
Á húmdökkum kvöldum við hafgolu hreim,
er hafskipið áfram knúið.
En því miður er veiðin
svo vafasöm stundum,
við Vopnafjörð, Núpinn
og á Grímseyjar sundum.
Með slatta í lestinni höldum við heim,
með hugann hjá víni og sprundum.
Við göngum á landið með gleði og spaug,
það gengur svo illa að spara.
Aurunum söfnum við sjaldan í haug,
við sjáum þá koma og fara.
En stúlkurnar sýna okkur
sólbjarta geima
sið sætleikans njótum
og byrjum að sveima,
hjá smávöxtu kjarri í lítilli laug,
þar sem leyndarmáli á heima.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Mexíkó sendir 10.000 hermenn: Trump frestar tollum
- Svarar Trump og Musk með banni og riftun samnings
- Fimm Íslendingar á brottvísunarlista
- Segir róttæka brjálæðinga stýra þróunaraðstoðinni
- Úkraínskir hermenn teknir af lífi
- Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna
- Enn sprengt í Svíþjóð
- Tollar á ESB klárt mál
- Netanjahú fundar með Trump
- Ellefu ára stúlka stungin til bana í Hollandi