26.7.2007 | 14:37
15. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d:17.04.1976
GYÐJAN
Okkar var gyðjan, hún gaf okkur ungum
gleðinnar fyrstu spor.
Við saman flugum um sólarlönd
og sundur losuðum hversdags böndin,
um eilífð og eintómt vor.
Gígjan með sínum gullnu strengjum,
gladdist með nýjum hljóm.
Hugdjarfar vonir vakti í hjörtum
varpaði geislum loga björtum,
og seið með svæfandi róm.
Hamingjan okkur hertók bæði,
því hamingjan okkar beið.
við svífum á öldum æðri heima,
áfram létum við tímann streyma
endalaust ókomna leið.
Við gígjunnar tóna við gleymdum öllu
og gleðinnar mjúku sem fyrr.
við reistum upp dagsins drauma borgir,
drukkum frá okkur leiða og sorgir.
En stóð ekki eilífðin kyrr?
Var ekki okkar vordagur risinn
og veröldin svona öll?
til hvers átti að tendra eldinn,
til þess aðeins að slökkva hann á kveldin
við brimgný og boða föll.
Víst mun eldurinn alltaf loga,
því á hann við bætum glóð.
En einhvern tíman mun eldsneytið þrjóta
og ekkert til sem er hægt að brjóta,
niður á nakta slóð.
Ég vakna einn um vetrar morgunn
og er lengi áttum að ná.
Það er stundum ekki gott við að glíma,
eða ganga í veg fyrir horfin tíma,
sem löngu er liðinn hjá.
Gyðjan er horfinn ég græt í hljóði
við gígjunnar undir spil.
Álútur stend undir straumum lífsins
við stálgráar eggjar beitta hnífsins,
um eilífð sem ekki er til.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar