17. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

AFTUR HVARF

 

Vafurloga vefjast drauma löndin,

vonin lifnar sem þó áður dó.

Rís í fjarska fyrir stafni ströndin

og styrkur þess sem löngu veitti fró.

Áfram hægt um ljóssins vegi líður

lítill nökkvi vorri bernsku frá,

lífsins öldugangi birginn býður,

búinn til að reyna allt og sjá.

 

Við oss hlíðar blasa blómum vafðar

báturinn þá landi kemur að,

þær óskir sem í haldi voru hafðar

hefja sig til flugs á nýjan stað.

Byggja það upp sem áður féll af grunni,

aftur græða lífsins dýpstu sár,

það besta sem þá, mannsins andi unni,

en eftir skildi kvíða sorg og tár.

 

Drauma veldið veglegt gengi skapar,

þessa verndardísir fegra lífsins baug.

Maðurinn sem yndi og öllu tapar,

aftur finnur líf í hverri taug,

og með krafti æskuþrungins vilja

andinn teygar horfnar ævi lind.

Þeir elskendur, sem skapað var að skilja,

skrúðann finna sinn í nýrri mynd.

 

En veruleikin valdið aftur tekur,

vaknar þá á ný hið gamla strit.

Svefninn bjartur dagur burtu rekur,

þá birtast mannsins kjör í dekkri lit.

Lífið er ei lengur blómum vafið,

ljómans full á ný er burtu streymt,

líkt og fagurt skip sem fer á hafið,

ferst í djúpið, verður öllum gleymt.

 

Af mörgu sniði mótast lífsins straumur,

mannsins svið er takmark stutt og langt.

Hægt og stillt er sveigður tímans taumur,

tryggt og blítt, en stundum hart og rangt.

Hver stund er vald og afl þess æðri máttar,

sem einn fær stutt og ráðið tímans baug.

Hvert svif er stillt af ómi hærri háttar

sem himinstjarnan fær úr sinni laug.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband