29.7.2007 | 14:41
19. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
EITT HUNDRAÐ ÞÚSUND OG EITTHVAÐ
Eitt hundrað þúsund og eitthvað,
er þú kominn í bæinn.
Til þess að láta þér leiðast,
líða inn í tómið og daginn.
Tínast í fjöldans flaumi,
falla í skuggans veldi.
Lifa sem nafnlaust númer,
nakinn að ævi kveldi.
Er kannski best að blunda,
og berast í öldurótið.
Vera steinn meðal steina,
steyptur í sama mótið.
Þó mun að enduðum öldum,
um útbrunnar tímans nætur,
útburðar vælið óma
sem einmanna bugast lætur.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar