26. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

HÚN - ÞÚ

 

Hún líður áfram lítil og mjúk

eins og lágsigld snekkja um hafið djúpa,

hrynjandi lokkarnir höfðið hjúpa

sem hásigla snekkjunnar vafin dúk.

Klæðin, þau liðast og blakta um búk

líkt og bogaljós himinsins dansinn þreyta,

frá ystu vötnum að efsta hnjúk,

umvefja sviðið og litbrigðum skreyta.

Líf hennar allt er sem lognstigið fjúk,

löngun að þiggja og veita.

 

Víst er hún ung og í vöngum rjóð

sem vel þroskað epli frá sólvangsins beði,

stefnulaus, reikul og gljúp í geði,

þó gengur hún veginn stillt og hljóð.

Hlekkjuð af vana en gjafmild og góð,

gullin sín bindur í fyrsta leikinn,

örlætið breytist sem fjara og flóð

hún fylgir því eftir glöð og hreykin.

Undir niðri er alltaf glóð

sem á endanum brennir kveikinn.

 

En gatan er stundum grýtt og hál

og geislarnir fáir um ævina langa.

Þó reynum við alltaf að gleyma og ganga

götuna áfram af lífi og sál.

Þó aldrei við skiljum það innsta mál

sem allt hefur skapað þroskað og vakið.

Æskan, hún hverfur sem útkulnað bál

og eitt stendur skilnings tréð hnípið og nakið.

En margir sig reisa úr örlaga ál

sem oft hafa dottið á bakið.

 

Hinar gullroðnu skálar hið glitrandi vín

er gjöfin sem maðurinn veitir sér sjálfur

hans fyrts nesti um eyjar og álfur.

Einingin vex þegar sálin skín

þá græða allir fyrst sárin sín

sumarsins rásir þá fegursta anga.

En mærin sem áður var ung og fín

orðin er mögur og föl á vanga

það detta fleiri en drykkju svín

í drulluna niður á tanga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband