7.8.2007 | 17:03
27. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HVERT STRANDHÖGG
Hvert strandhögg sálar á storð og í reit
er stundum sókn, stundum eftirleit
lífs sem að löngu er glatað.
Lífið eitt er sem nakin nótt,
núdagsins starf oft hverfult og hljótt,
reimt þeim sem fær ekki ratað.
En ég er dagsins stjarna þótt döpur sé,
en demónar bíða við sérhvert tré
með stormaglott og staf í armi.
Þeir vita sem er ef hið breiða bak
beygir sig loksins eitt andartak
er guðinn orðinn að garmi.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar