8.8.2007 | 23:24
28. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
Í ÞANN TÍÐ
Um vorloftið tónarnir titra
og túlka mín fegurstu ljóð,
um allt sem ég elska og þrái
um ungmey sem var mér svo góð.
þeir líða svo léttir og mjúkir,
með ljósvakans hrynjandi brag,
og mynna mig ávallt á atvik
sem alls ekki skeði í dag.
Eitt sinn ég yngismey hitti
sem oft hafði hjarta mitt seitt.
Hún vafði mig ástríkum örmum
svo indælt og kyssti mig heitt,
draumanna dýrustu veigar
við drukkum á þessari stund.
Loftið var vorangan vafið
og vonin um endurfund.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar