8.8.2007 | 23:35
30. Ljóð Kisa
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
KISA
Kisa mín er kát og sniðug
og kann að gera margt
hún er í sínum löppum liðug
og líka ansi smart.
Einn glaðan dag í góðu veðri
hún göngu túr sér fékk
í ullar kjól með úlfa leðri
á ermunum hvítan bekk.
Svartan nettan hatt hún hafði
í hælalöngum skóm
kápunni að sér vel hún vafði
sem var í rósar blóm.
Á götunni hitti hún gríðar sætan
gulbröndóttan kött,
virðulegan mjög og mætan
hún montin gekk og fött.
Hann bauð henni glaður góðan daginn
og glettinn spurði þá
ætlarðu vina beint í bæinn
hún bara svaraði mjá.
Væri ekki góða gaman að fá sér
göngu túr suður á Nes.
Hún sagði það liggur svo ljómandi á mér
og laglegur ert þú fress.
Þau leiddust saman í sælu draumi
og fóru suður á Nes
svo ljúg og glöð fjærri lífsins glaumi
læða og bröndóttur fress.
Um þeirra ferðalag eigin má frétta
og ekkert hvað gerðist þá
en vafalaust sýnir reynslan það rétta
þau riflegan ávöxt fá.
Kisa hún sagði mjá
það var kátt í lautunum þá.
eflaust gerðist þar ýmislegt
sem engin má vita né sjá.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar