22.8.2007 | 20:32
31. Ljóð Kossinn
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
KOSSINN
Þú komst til mín í kveld,
þinn koss var nýr og hlýr,
og vakti upp þann eld
sem inni fyrir býr.
Á vorin grundin grær
og grænkar beitilyng,
og lengi gleymist glóð,
í gömlum ösku bing.
Þú varst svo mild og mjúk,
hið mikla ævintýr.
Þú kenndir mér í kvöld,
að koss er alltaf nýr.
Þú gafst mér dáinn draum,
ég draumalandið fann.
Þann draum ég aleinn á,
ég elska og tigna hann.
Þinn koss var eitt og allt,
ást og fögur list,
því gat ég fleygur - frjáls
í fyrsta sinni kysst.
Þú kvaddir mig í kvöld,
þinn koss var nýr og hlýr,
þó gat hann verið gjöf
og gamalt ævintýr.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar