32. Ljóð Kveðja

 

 Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976

KVEÐJA

 

Þjóðin grætur þungu höggi slegin

í þrotlausri leit að tveimur hraustum mönnum,

sem brutust móti dimmum hríðar hrönnum,

hræddust ekkert, sóttu áfram veginn.

Sjúkum vilja sumir reyna að bjarga

og setja eigið líf og heilsu að veði,

þótt frá heljarstormsins sterka beði

stálhönd dauðans slegið hafi marga.

 

Skarðið er stórt, þá strengurinn er brostinn,

því stærra sem meiri hetjur falla í valinn.

Þeir flugu áður yfir fjallasalinn

sem frelsandi englar.  Við sitjum harmi lostin

og biðjum um vægð þann æðsta mátt af öllum,

svo endurheimt við fáum okkar bræður.

Við biðjum hann, sem aleinn öllu ræður,

auðmjúk í heitri bæn á kné við föllum.

 

Bænir okkar berast hratt um geiminn,

en brostnar vonir hjúpa naktar sálir,

því víða eru vegir nokkuð hálir

og vegleysur á leið okkar um heiminn.

Við vitum ekki hverjum á að kenna,

né hver það er, sem sporin okkur marka,

en finnst það vera furðu mikil harka

að finna lífið út í sandinn renna.

 

Máttlaus hönd á móti æðri völdum

megnar ekki að hrinda skapadómi.

Þessir menn, sem voru þjóðar sómi

og þeystu himins vegi á loftsins öldum,

voru burtu dæmdir til að deyja,

þá dagurinn reis hæst í þeirra lífi.

Þótt sá sterki ekki okkur hlífi,

við áfram skulum saman stríðið heyja.

 

Einhvern tíma kemur þýður þerrir

og þurrkar burtu tárin, sem við grétum.

Við hetju starfið alltaf mikils metum

og minnumst ykkar, Höskuldur og Sverrir.

Karlmennsku og kjark fær ekkert bundið,

kannski fer að rofa af nýjum degi.

Nú fljúgið þið um fagra ljóssins vegi,

við flytjum ykkur kveðju yfir sundið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband