33. Ljóð Kvöld

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

KVÖLD

 

Nú sötra ég vatn með sykri í,

sitjandi einn í leti heima.

Læt mig ekki um lífið dreyma,

löngu búinn að gleyma því.

En stjörnurnar himni stara frá

og storka mér til að koma og sjá.

 

Inni mér ekki er lengur líft,

ég labba út og horfi á þetta undur,

það er eins og geimurinn greiðist í sundur

og gefi auganu meiri dýpt.

Því - lík fegurð að finna til

og faðma brosandi stjörnu hyl.

 

Drauma nú aftur dreymir mig,

drunginn er horfinn, og frostrósir glansa,

því norðurljós eru nú að dansa

á nöktum himni og beygja sig

í litbrigðum mörgum, og lýsa upp jörð,

svo ljóma steinar og mela börð.

 

Það er eins og gígur guðdómsins

glaðlega tóna um heiminn sendi,

stígandi og fallandi valsinum vendi,

vegmóðum lyfti til æðra skyns.

Líkt og dásamleg drauma stund

dulheims spekinnar leiði fund.

 

Mikil undur er alheims gerð

og örlaga þræðir, sem veröldin spinnir.

Allt sem hrærist, ákveðið vinnur

endalaust starf á sömu ferð.

Samstöðu skapar sér hver eind

og saman tengdist af djúpri leynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband