3.9.2007 | 17:54
41. Ljóð Myndin
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
MYNDIN
Hún stóð upp við tré með brostin börk,
brá hárin svört og dýpt í augum.
Engil hrein sem ilmandi björk,
armböndum skreitt og dýrum baugum.
Glóbjart hárið sem geisla flóð
í gull bylgjum vafðist um ljósar herðar,
sem morgun stjörnunnar sterka glóð
straumbliki slær til eilífðar ferðar.
Hver andlits dráttur sem lifandi list
lífsins fegursta handbragði dreginn.
Hver hreyfing, helgidóms rúnum rist
og reyrstafsins mýkt, með töfrum sleginn.
Varirnar rauðar sem rósar blóm,
og ramminn dreginn í fallegum boga.
Röddin, með mjúkum hlýjum hljóm,
hláturinn endurskin kvöldroðans loga.
Tennurnar hvítar sem mjúkfallin mjöll,
mótaðar stílhreinum jöfnum línum.
Brjóstin sem iðandi flúðu fjöll,
með fögur skrautblóm á toppi sínum,
mittið grannt eins og mildur sónn,
þó magnþrunginn heillandi rökkursins kliður,
og mjaðmirnar fagrar sem fallandi tónn.
Ég fékk ekki að sjá hana lengra niður.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Stýrivaxtastefna Seðlabankans gengin sér til húðar
- Lögreglan lýsir eftir Atla Vikari
- Dekkið rifnaði af
- Enn þá lifir glóð eftir Njálsbrennu
- Segja tilraunaboranir valda skaða: Benda á óhapp
- Kröfu um gæsluvarðhald hafnað
- Hlaupa sex maraþon á sex dögum
- Breyting á hóteli kostaði 9 milljarða
- Eigna sér nú stefnu okkar sem þau börðust gegn af þunga
- Blæðingakafli tekinn í gegn
Erlent
- Tók 12 tíma að ráða niðurlögum eldsins
- Húsið hristist með okkur í alla nótt
- Týndur á 10.000 km göngu
- Enginn fundur fyrr en öryggi verður tryggt
- Allt að 46,6 metrar á sekúndu
- Einn drepinn og margir særðir eftir árásir Rússa
- Aðalmeðferð njósnamálsins hafin
- Engar umræður um öryggi Úkraínu án Rússlands
- Dómari hafnar beiðni um afléttingu trúnaðar
- Stórt byggingarverkefni samþykkt á Vesturbakkanum
Viðskipti
- Alvotech fær markaðsleyfi fyrir Mynzepli
- Unbroken og Trek ferðast saman um heiminn
- Markmiði ekki náð fyrr en 2027
- Ítrekuð brot með ríkisábyrgð
- Vextir lækki e.t.v. ekki fyrr en 2027
- Bein tenging frá Vestmannaeyjum til Rotterdam
- BM Vallá opnar í haust nýja steypustöð á Suðurnesjum
- Advania kaupir Gompute
- Hækkar virðismat sitt á Arion banka
- Rakst á stóra villu í ársreikningi HSÍ