41. Ljóð Myndin

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

MYNDIN

 

Hún stóð upp við tré með brostin börk,

brá hárin svört og dýpt í augum.

Engil hrein sem ilmandi björk,

armböndum skreitt og dýrum baugum.

Glóbjart hárið sem geisla flóð

í gull bylgjum vafðist um ljósar herðar,

sem morgun stjörnunnar sterka glóð

straumbliki slær til eilífðar ferðar.

 

Hver andlits dráttur sem lifandi list

lífsins fegursta handbragði dreginn.

Hver hreyfing, helgidóms rúnum rist

og reyrstafsins mýkt, með töfrum sleginn.

Varirnar rauðar sem rósar blóm,

og ramminn dreginn í fallegum boga.

Röddin, með mjúkum hlýjum hljóm,

hláturinn endurskin kvöldroðans loga.

 

Tennurnar hvítar sem mjúkfallin mjöll,

mótaðar stílhreinum jöfnum línum.

Brjóstin sem iðandi flúðu fjöll,

með fögur skrautblóm á toppi sínum,

mittið grannt eins og mildur sónn,

þó magnþrunginn heillandi rökkursins kliður,

og mjaðmirnar fagrar sem fallandi tónn.

 

Ég fékk ekki að sjá hana lengra niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband