42. Ljóð Niður

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

NIÐUR

 

Eitt sinn var ég voða ungur

og verð það stundum enn.

Litlum börnum langar alltaf,

líka að verða menn.

Þó kvöldin séu köld og löng,

þá kemur dagur senn.

 

Vorið styður veröldina,

víðar en á sæ.

Ég hef víst átt allt hamra gil

og helminginn af bæ,

þó held ég að ég hangi ekki

á hinu sem ég næ.

 

En fagrar vonir finnast oft

og fegra ljúfan il,

því englar hárin gullnu eru

ævinlega til,

þó kunnum við ekki að kemba þau,

við kunnum á engu skil.

 

Ströndin sígur, stjörnur hrapa,

stormar skelfa lönd.

Þrællinn sem í hlekkjum lá

mun hrista af sér bönd,

hlaupa inn í skuggann skreppur

enn skynja þó sinn vönd.

 

Villt þú ekki vaka hjá mér

vina litla stund,

hlusta á blæinn hjala

í hléi við bjarkar lund,

og lóurnar sem leika sér

við lyng og mýrar sund.

 

Margt er til í heiminum,

því heimurinn er stór

höfðingjarnir taka lagið

allir í kór,

en slappur maður slagar heim

því slitinn er hans skór.

Í fjarska krunkar krummi

í kjarrinu mjór,

nátthrafn er ei neinum til gleði.

Holskeflan sogast yfir sandinn,

upp og niður

og dregur okkur bæði

í djúpið, -

 

því miður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband