7.9.2007 | 20:07
46. Ljóð Salí - Buna
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
SALÍ- BUNA
Sig myrkrið hjúpar yfir bæ og ból
og bærist hvergi tré í dagsins hlíðum,
hin mörgu börn sem lífið áður ól
eru í leit að vini kátu, blíðum.
Þau læðast hægt og líta allt um kring
og lífsins gleði skín úr þeirra augum,
með efa blandinn óróleika sting
í veruleika, en ekki draumnum góða.
Elska og fá, þau ætla sér í kvöld,
eins og stundum var í fornum sögum,
þegar nóttin væra hefur völd
er vonin meiri en á björtum dögum.
En hvap um það, víst kemur engum við
þó kærleikans blómin vaxi á slíkum stundum,
því mjög er talið gott að gömlum sið
að gráir melar skrýðist fögrum lundum.
Sumir vilja prýða alla og alt
og öðrum hnýta sveig úr fögrum blómum,
þeir fá verkið borgað þúsundfalt
með þrætum, rógi, svindli og hleypidómum.
Það sem höndin græðir ein og ein
aðrir reyna strax að fótum troða,
sem meta lægra grund en gráan sein
og gróðrar eyju minna en sker og boða.
Ef þau finna valda vininn sinn,
varir þöglar tala hjartans máli,
blítt og mjúkt svo hallast kinn að kinn,
kossinn fyrsti gerir neista að báli.
Þau ganga létt um lítinn birki skó
og laugast hljóð í skuggans dýpstu stundum,
og hafa víst af ást og öðru nóg
sem öllum kemur best á slíkum stundum.
Í litlu rjóðri stillt er stíginn dans
og stundin líður fljótt við ástar kliðinn.
Skipið siglir beint til Bjarmalands
á Blíðheims mið, í ljúfan nætur friðinn.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar