47. Ljóð Segðu mér

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

SEGÐU MÉR

 

Segðu mér eitt mín sæta,

þegar sumarið kemur í dalinn,

ætlarðu mér að mæta

og merkja í sundur valinn?

Þar finnur þú fallna sveina,

sem forlögin lögðu að velli

og milli gamalla greina

grotna sundur af elli.

 

Þú fyndir að maður margur

mundi í bakkann klóra,

af ekki vanans vargur

vefði um hann hlekki stóra,

dræpi hans óskadrauma,

drægi hann niður í svaðið,

setti á hann sálar strauma,

svo að hann gæti ekki staðið.

 

Þú fyndir að flestir vilja

feta sig burtu úr valnum.

En gömlu greinarnar skilja,

að gæfan er flúin úr dalnum,

því skal berserki binda

bæði á fótum og höndum,

á báðum augum þá blinda,

svo berist þeir ekki frá ströndum.

 

Oft vilja gamlar greinar

gróðurinn kæfa í tíma,

einkum þessar sem einar

eru við lífið að glíma,

fúnar af eymd og elli

og örlagabyltum mörgum,

löngu lagðar að velli

af ljótum og grimmum vörgum.

 

Segðu mér eitt mín sæta,

þegar sumarið kemur í dalinn,

ætlarðu mér að mæta

og merkja í sundur valinn?

Láttu ekki litla sveina

líka hníga að velli

og milli gamalla greina

grotna sundur af elli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband