7.9.2007 | 20:53
Lögreglan
Getur lögreglan virkilega gert leit í bifreið á heimildar eða er verið að brjóta lög með svona leitum sem skellt er á fyrirvara laust?
Hass fannst við leit í bifreið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar stendur að leitin hafi verið gerð án heimildar?
Hin Hliðin, 7.9.2007 kl. 20:56
Grunur um hryðjuverk og fíkniefnamisferli gefa nánast ótakmarkaðar heimildir hjá lögreglunni... Aðgang að símtölum, faratækjum, heimilum og líkamsopum fólks.
Ég held að aðalástæðan fyrir því af hverju ríkið og lögreglan vilji ekki lögleiða fíkniefni sé einmitt þessi mikla heimild. Þeim er drullusama um heilsu okkar enda selur ríkið sjálft tvö sterk fíkniefni.
Ég held að það sé hægt að segja nei við leit en þá þýðir það bara að fara upp á stöð á meðan þeir bíða eftir heimild, sem er örugglega gefin í 99% tilfella.
Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:05
Ég er alltaf að sjá það betur og betur að Geiri ef verulega veruleikafyrrtur. Hvernig í andskotanum færðu það út að lögreglunni sé drullusama um heilsu okkar? Og hvaðan færðu það að nánast ótakmarkaðar heimildir séu til staðar vegna fíkniefnamisferlis?? Bara að svo færi, þá væri hægt að útrýma fíkniefnum á Íslandi á u.þ.b. viku.
Bara þó að þú sért fíkniefnaneytandi gefur þér ekki rétt til að haga þér svona eins og smábarn og drulla yfir allt og alla.
Hin Hliðin, 7.9.2007 kl. 21:49
Að vísu stendur hvergi að leitin sé gerð án heimildar, en þegar bifreið er stöðvuð og leitað vegna óeðlilegs aksturs eða eitthvað annað þá er svo oft leitað alla veganna samkvæmt fréttum og maður skildi ætla að lögreglan gangi ekki um með heimild til leitar óútfylltar.
Hilmar Guðmundsson, 7.9.2007 kl. 22:04
Þeir eru ekkert að fá heimildirnar í gegnum kerfið.. Þeir notfæra sér stressið á einstaklingnum til að fá hann til að gefa frá sér mannréttindin í langflestum tilfellum.
Ef heimild er leyfð í bíl af eiganda eða ökumanni, þá gildir sú heimild jafn mikið og venjuleg leitarheimild. Þeir ná nánast alltaf að fá fólkið til að samþykkja leitina strax, og ef þau neita þá verður þeim hótað bílferð niðrá löggustöð og þá samþykkja flestir. Það vita ekki allir að lögreglan þarf að hafa RÖK fyrir því að það sé eitthvað ölöglegt í bílnum eða á einstaklingnum til að fá leitarheimild..
Hin hliðin.. Það er ekki til neitt land í heiminum með fangelsi þar sem ekkert dóp hefur fundist á. Það eru til fangelsi þar sem þeir eru með ótakmarkaðar heimildir til að strip-searcha alla fangana hvenær sem þeir vilja. Einnig meiga þeir leita í hvaða klefa sem þeir vilja þegar þeir vilja, oft með hundum. Ekki nóg með það eru menn í vinnu að fylgjast með föngunum 24tíma á sólahring.. Myndavélar og allur pakkinn..
Segðu mér af hverju heldurðu að Ísland gæti orðið fíkniefnalaust þegar öll þessi fangelsi eru flæðandi í dópi notandi svona aðferðir ?
stebbi (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:51
Er lögreglan ekki að gera sjálfri sér verst með því að þvinga fram heimildir, því það hlýtur að koma í bakið á þeim t.d. þegar viðkomandi eru undir áhrifum í miðbæ R-víkur.
Spurningin er hvort lætin í bænum um helgar geti ekki verið að hluta til þessi framkoma lögreglu?
Hilmar Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 02:21
Af því að Ísland er lítil eyja úti í rassgati og einhvern vegin þarf að koma efnunum hingað. Með ótakmörkuðum heimildum gæti lögreglan sjálfsagt verið með öflugra eftirlit.
Ég skil ekki alveg hvað Hilmar er að fara, hvernig getur það verið lögreglunni að kenna ef ég get ekki farið niður í bæ án þess að eiga það á hættu að það sé ráðist á mig?
Hin Hliðin, 8.9.2007 kl. 10:00
Það sem ég átti við er að óspektir gagnvart lögreglu gætu hugsanlega verið meiri vegna framkomu lögreglunnar sjálfrar gagnvar almenningi t.d. þvingun á heimild til leitar í bíl eða líkama.
Þetta eru svona vangaveltur, ekki að ég sé að segja að þetta sé svona, en hugsanlega gæti verið svona.
Hilmar Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 14:59