8.9.2007 | 17:52
48. Ljóð Síma - Lína
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
SÍMA - LÍNA
Sjáið þið Síma - Línu
sigla við hægan byr.
Þótt hún sé ung og létt í lund,
lifir hún eins og fyrr,
brosandi líður um landið
ljúf eins og sumarnótt,
heillar karlmenn og kyssir þá,
en kveður þó stundum fljótt.
Hún kveður ei hátt á kvöldin,
en hvíslar með ljúfum þey.
Húmskuggar síga yfir sjó og land,
sameina hal og mey.
Ástardraumarnir óma,
eilífðin stígur dans,
bárurnar kveða við bryggju ljóð,
og blómskrúðið fléttar krans.
Ef ykkur langar til Línu,
labbið þá bara af stað,
þó verði árangur varla stór,
vel mætti reyna það.
Örvænta skal maður aldrei,
því oft reynist viðhorfið breytt.
Hún finnst niður í Strandgötu flest öll kvöld
í fjörtíu og eitt.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar