8.9.2007 | 17:55
49. Ljóð Skollablinda
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
SKOLLA BLINDA
Hér áður skemmtu krakkar sér í skollablindu leik
og skolli hafði bindi fyrir augum,
þegar hann var tilbúinn og kominn vel á kreik
var krakka skarinn líkur gömlum draugum.
Hann blindur rölti um stofuna og krækti í einn og einn
athugaði vel og nefndi glópinn.
Ef hann var í meiralagi sljór og svifaseinn,
var seinlegt verk að þekkja allan hópinn.
Þetta reyndist fjörugt og þótti skemmtun góð,
þegar margir voru komnir saman,
á eftir var oft sungið og lesin fögur ljóð
leikið sér og öllum fannst þá gaman.
Þó tíminn hafi breyst, er þessi leikur leikinn enn
og listin er að vera nógu gleyminn,
því nú eru það skörulegir skollablindu menn
sem skreið ríðandi fara um allan heiminn.
Víst er kominn dagur, sem kynnir annan tón
og kveður nýjan óð með gömlum draugum.
Nú eru sjálfir skollarnir með skarpa heyrn og sjón,
en skríllinn hefur bindi fyrir augum.
Nú þarf ekki lengur að þukla einn og einn,
athuga og segja til um glópinn,
því skolli okkar tíma er ekki svifaseinn,
með sigur brosi grípur allan hópinn.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar