50. Ljóð Steini

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

STEINI

 

Nú er Steini lagstur lágt,

ljótt er hvein í sprundum,

í honum hrein svo undur dátt

oft á leyni fundum.

 

Léleg fata fékk hann hrekk,

feigðar matið sé ´ann,

á hann gat komið ægilegt,

eins og skata lá ´ann.

 

Áður kátur verk sín vann,

þau viðrar máttu fúsir,

því var grátur þegar hann

þurfti á slátur húsið.

 

Læknar brýndu bitlaus tól,

bognir rýndu á fárið.

Drenginn píndu dátt þau fól

og drullu klíndu í sárið.

 

Enn er létti aðgerðin,

upp kom frétt um greyin,

að þeir settu innyflin

ekki réttu meginn.

 

Ekki kanna þurfti þann

þyngdir vann - og tregar

fljótt var sanna fyrst að hann

fitnaði annars vegar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband