51. Ljóð Stríð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

STRÍÐ

 

Ég ligg hér og hugsa lasinn á sál,

leita til staðreynda og raka.

Nú kynda menn heimskunnar brennandi bál,

það besta á glæðurnar taka.

Þeir yfirráð heimta upphefð og völd,

til óheilla vísindin kanna,

sem negrar þeir væru frá nítjándu öld

er nýtísku framgangur manna.

 

Í ófriði heimurinn helfarir slær

og hásveiflur menningar kæfir.

Hver maður úr bróður síns blóði sig þvær,

til bölvunar líkamann æfir.

Þeir sprengjunum kasta á bæi og borg,

í brjálæði drepa og særa.

Þeir hirða ekki um almúgans eymdir og sorg,

því engum er fyrir að kæra.

 

Í stríðið þeir taka hvern stálhraustan mann,

er stutt gæti komandi daga,

og allt sem í bernsku hann vonaði og vann,

það verður hans gleymda saga.

Því víst munu fáir sig finna á ný

þó frelsið og lífið þeir vinni,

hver sál sem áður var flekklaus og frí

er fjötruð og lokuð inni.

 

Hve mörg er ei stúlkan sem missir sinn vin

mann, er hún elskar og dáir.

Augun þau blika sem skúrir og skin

til skiptis. Hún vonar og þráir.

Hún trúir því ekki að allt sem hún ann

sé af henni búið að taka.

Andvaka liggur og hugsar um hann

og heimtar hann komi til baka.

 

En aldrei hann kemur af langferða leið,

því lífsins er þornuð áin.

Hann hefur gengið sitt glötunar skeið,

grafinn í jörðu og dáinn.

Í anda hún geymir hans minningar mynd,

mótar en vill ekki gleyma,

tárin streyma frá lífsins lind

og lyftast til æðri heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband