52. Ljóð Stjörnuhrap

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson 

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

STJÖRNUHRÖP

 

Fallandi stjörnur í flokkum hrapa,

því vegurinn er að vinna og tapa.

 

Sumar brotna við síðasta tanga,

þar er lögmál alls, það er lífsins ganga.

 

Aðrar falla í fyrstu lotu,

það minnir sjómann á síldar hrotu.

 

Þær tínast um eilífð á tæpum degi

og sjást hvorki framar á láði né legi.

 

Þó leita sé víða og lengi á vorin

finnast alls ekki fyrstu sporin.

 

Þá stynja þeir upp sem um ströndina reika,

var þessi stjarna í veruleika?

 

Ofursólir menn andlaust finna,

með geisla sterka sem gleypa hinna.

 

Er stígur að morgni í miklum ljóma,

við dulúðar blæ og daggar óma.

 

Ljóminn dvín þegar degi hallar,

þá sökkva í djúpið sólir allar.

 

Dagarnir verða oft dimmir að kveldi,

því heimurinn logar í húmsins eldi.

 

En það er hinn fúni og veiki viður,

sem bíður þess aðeins að brotna niður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband