11.9.2007 | 20:36
52. Ljóð Stjörnuhrap
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
STJÖRNUHRÖP
Fallandi stjörnur í flokkum hrapa,
því vegurinn er að vinna og tapa.
Sumar brotna við síðasta tanga,
þar er lögmál alls, það er lífsins ganga.
Aðrar falla í fyrstu lotu,
það minnir sjómann á síldar hrotu.
Þær tínast um eilífð á tæpum degi
og sjást hvorki framar á láði né legi.
Þó leita sé víða og lengi á vorin
finnast alls ekki fyrstu sporin.
Þá stynja þeir upp sem um ströndina reika,
var þessi stjarna í veruleika?
Ofursólir menn andlaust finna,
með geisla sterka sem gleypa hinna.
Er stígur að morgni í miklum ljóma,
við dulúðar blæ og daggar óma.
Ljóminn dvín þegar degi hallar,
þá sökkva í djúpið sólir allar.
Dagarnir verða oft dimmir að kveldi,
því heimurinn logar í húmsins eldi.
En það er hinn fúni og veiki viður,
sem bíður þess aðeins að brotna niður.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar