53. Ljóð Stöðnun

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

 

STÖÐNUN

 

Á ströndinni við Staðarhól

stígur fjöldinn erfið spor,

því ævintýrið unga og mikla

er aðeins glatað vor.

Þar hefur margur góður gestur

gjör - fallið úr hor.

 

Á langri göngu lífið hefur

leikið suma grátt,

látið alla í duftið detta,

þá dagurinn reis hátt.

Það hafa ekki heldur allir

haldið í rétta átt.

 

Morgunstjarnan mistri hulin

margan knapann sveik af leið.

Til glætunnar sem hann glóði í

með geysi hraða áfram reið,

þar skógar eldur aðeins brann

og eftir honum beið.

 

Sviðin jörð og svörður skafinn,

sviptur allri frjórri mold,

foksands öldum undir grafinn,

eins og rotið hold.

Brunnir stofnar bera ekki

blómin á fold.

 

Stoppaðu aldrei við Staðarhól,

þar stálgrindur lokast beggja megin,

og slagbrandar verða slegnir fyrir,

sleggjan til afls í höggi veginn,

sporin staðna á strönd þess liðna

storknuð og slegin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband