11.9.2007 | 20:38
53. Ljóđ Stöđnun
Höfundur: Guđmundur Árni Valgeirsson
Auđbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
STÖĐNUN
Á ströndinni viđ Stađarhól
stígur fjöldinn erfiđ spor,
ţví ćvintýriđ unga og mikla
er ađeins glatađ vor.
Ţar hefur margur góđur gestur
gjör - falliđ úr hor.
Á langri göngu lífiđ hefur
leikiđ suma grátt,
látiđ alla í duftiđ detta,
ţá dagurinn reis hátt.
Ţađ hafa ekki heldur allir
haldiđ í rétta átt.
Morgunstjarnan mistri hulin
margan knapann sveik af leiđ.
Til glćtunnar sem hann glóđi í
međ geysi hrađa áfram reiđ,
ţar skógar eldur ađeins brann
og eftir honum beiđ.
Sviđin jörđ og svörđur skafinn,
sviptur allri frjórri mold,
foksands öldum undir grafinn,
eins og rotiđ hold.
Brunnir stofnar bera ekki
blómin á fold.
Stoppađu aldrei viđ Stađarhól,
ţar stálgrindur lokast beggja megin,
og slagbrandar verđa slegnir fyrir,
sleggjan til afls í höggi veginn,
sporin stađna á strönd ţess liđna
storknuđ og slegin.
Bloggvinir
Eldri fćrslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar